Friðrik Þjálfi Stefánsson (1692) er Íslandsmeistari í skólaskák í yngri flokki en hann hlaut 9 vinninga í 11 umferðum og var hálfum vinningi á undan næstu mönnum. Friðrik hefur verið á mikilli uppleið að undanförnu og á sigurinn svo sannarlega skilinn. Stjórn Taflfélags Reykjavíkur óskar honum til hamingju með titilinn.
Birkir Karl Sigurðsson (1355) úr TR tók einnig þátt í yngri flokki og hafnaði í sjötta sæti með 6 vinninga.
Tveir skákmenn úr TR tóku þátt í eldri flokki, þeir Páll Andrason (1559) og Eiríkur Örn Brynjarsson (1640). Páll hafnaði í áttunda sæti með 6 vinninga og Eiríkur í því níunda með 5 vinninga. Patrekur Maron Magnússon (1936), Helli, sigraði með miklum yfirburðum en hann hlaut fullt hús vinninga, eða 11, heilum fjórum vinningum meira en næsti keppandi.
Taflfélag Reykjavíkur Elsta og virkasta skákfélag landsins