Framfarir krakkanna á laugardagsæfingumSkákæfingin síðastliðinn laugardag var alveg glimrandi góð. Tuttugu krakkar mættu galvösk og tefldu 6 umferðir með 7 mínútna umhugsunartíma. Tveir nýjir skákmenn bættust við í hópinn og stóðu sig með prýði. Kex og djús eftir þrjár umferðir gerði lukku eins og vanalega.

 

Skemmtilegt er að heyra í samtölum við börnin að sum þeirra eru farin að kíkja í skákbækur heima við. Einnig er auðheyrt að mörg þeirra muna stöður sem þau tefldu og geta sagt frá hvernig skákin endaði eða ef eitthvað mjög athyglisvert gerðist í skákinni.

 

Síðast en ekki síst er gaman að sjá hvað yngstu krakkarnir eru farin að tefla af meira öryggi en þau gerðu á sínum fyrstu laugardagsæfingum í haust. Þegar ein lítil 5 ára er farin að valsa um með drottninguna fram og aftur um skákborðið og leika löngum leikjum þvert yfir reitaraðirnar eða upp og niður línurnar, þá er skák skemmtileg á að horfa! Sérstaklega þegar haft er í huga að sú sama færði drottninguna og alla hina “kallana” og peðin helst ekki meira en einn reit í einu þegar hún byrjaði að koma á æfingar! Æfingin skapar meistarann!

 

Úrslit urðu sem hér segir: 

 

  • 1.- 2.  Þorsteinn Freygarðsson, Mías Ólafarson 5v.
  • 3. Gauti Páll Jónsson 4 1/2 v.
  • 4.-6. Gunnar Helgason, Einar Björgvin Sighvatsson, Tjörvi Týr Gíslason 4 v.

 

Þau sem tóku einnig þátt og fá mætingarstig eru: Elvar P. Kjartansson, Jakob Alexander Petersen, Edda Hulda Ólafardóttir, Erik Daníel Jóhannesson, Hörður Sindri Guðmundsson, Sólrún Elín Freygarðsdóttir, Sigurður Alex Pétursson, Figgi Truong, Halldóra Freygarðsdóttir, Kristján Gabríel Þórhallsson, Kristján Nói Benjamínsson, Egill Orri Árnason, Atli Finnsson, Tinna Chloe Kjartansdóttir.

 

Eins og áður hefur verið sagt frá, fá krakkarnir stig fyrir ástundun og árangur á laugardagsæfingunum.

Stigin standa núna eftir 4 laugardagsæfingar (talið frá áramótum)

 

1. Þorsteinn Freygarðsson 8 stig

2.-3. Gauti Páll Jónsson, Einar Björgvin Sighvatsson 7 stig

4.-6. Tjörvi Týr Gíslason, Jakob Alexander Petersen, Erik Daníel Jóhannesson 6 stig

7.-9. Figgi Truong, Mías Ólafarson, Gunnar Helgason 5 stig.

10.-14. Elmar Oliver Finnsson, Halldóra Freygarðsdóttir, Hörður Sindri Guðmundsson, Sólrún Elín Freygarðsdóttir, Veronika Steinunn Magnúsdóttir 4 stig.

15.-18. Kristján Nói Benjamínsson, Páll Ísak Ægisson, Sigurður Alex Pétursson, Smári Arnarson, 3 stig.
19.-26. Guðmundur Óli Ólafarson, Kristján Gabríel Þórhallsson, Mariam Dalía Ómarsdóttir, Ólafur Örn Olafsson, María Zahida, Samar-e-Zahida, Elvar P. Kjartansson, Tinna Chloe Kjartansdóttir 2 stig.
27.-41. Ásdís Ægisdóttir, Bragi, Dagný Dögg Helgadóttir, Edda Hulda Ólafardóttir, Frosti, Jóhann Markús, Jón Bjartur Þorsteinsson, Jón Eðvarð Viðarsson, Kristján Arnfinnsson, Máni Elvar Traustason, María Ösp Ómarsdóttir, Marinó Ívarsson, Sveinn Orri Helgason, Egill Orri Árnason, Atli Finnsson 1 stig.

 

Umsjónarmenn voru Elín Guðjónsdóttir og Sigurlaug Regína Friðþjófsdóttir.

 

Verið velkomin næsta laugardag kl. 14-16. Húsið opnar kl. 13.45.