Fórnarskákir á laugardagsæfingu



Fórnir, framhjáhlaup og pattstöður voru á dagskrá á laugardagsæfingunni 8. nóvember. Sævar Bjarnason, skákþjálfari T.R. fékk óskipta athygli við stóra, gamla skáksýningarborðið okkar þegar hann sýndi skrýtna skák sem tefld var í Vín fyrir 135 árum síðan! Þar fórnaði svartur meira að segja drottningunni en uppskar að lokum jafntefli eftir þráskák. Víst er að nokkrar skákir hjá krökkunum enduðu einmitt í jafntefli, þó svo að liðsmunur væri mjög mikill. Nokkrir hugrakkir kóngar án fylgdarliðs náðu jafntefli í pattstöðu þegar andstæðingurinn “gleymdi” að skáka með liði sínu þar til kóngurinn yrði mát. Lærdómsríkt! Tefldar voru 4 umferðir með 8. mín. umhugsunartíma á mann.

Úrslit urðu eftirfarandi:

  • 1. Aron Daníels Arnalds 4v af 4
  • 2.-3. Vilhjálmur Þórhallsson, Figgi Truong 3v
  • 4. Kveldúlfur Kjartansson 2,5v

Þau sem tóku einnig þátt og fá mætingarstig eru: Halldóra María Freygarðsdóttir, Þorsteinn Freygarðsson, Sólrún Elín Freygarðsdóttir, Mariam Dalia Ómarsdóttir, Mias Ólafarson, Ólafur Örn Olafsson, Elvar P. Kjartansson, Tinna Glóey Kjartansdóttir, Kristján Gabríel Þórhallsson.

 

Eins og áður hefur verið sagt frá, fá krakkarnir stig fyrir ástundun og árangur á laugardagsæfingunum.

Stigin standa núna eftir átta laugardagsæfingar:

1. Vilhjálmur Þórhallsson 27 stig

2- 3. Mariam Dalia Ómarsdóttir, Figgi Truong  12 stig

4. Þorsteinn Freygarðsson 11 stig 

5. Kveldúlfur Kjartansson 8 stig

6-9.  Aron Daníel Arnalds, Stefanía Stefánsdóttir, María Ösp Ómarsdóttir, Ólafur Örn Olafsson 7 stig

10. Jósef Ómarsson 6 stig

11-13. Veronika Steinunn Magnúsdóttir, Samar e Zahida, Hróðný Rún Hölludóttir 5 stig

14-21. Eiríkur Örn Brynjarsson, Friðrik Þjálfi Stefánsson, Guðni Stefánsson, Kristófer Þór Pétursson, Elvar P. Kjartansson, Halldóra Freygarðsdóttir,  Sólrún Elín Freygarðsdóttir, Tinna Glóey Kjartansdóttir  4 stig

22-24.  Maria Zahida, Kristmann Þorsteinsson, Mias Ólafarson 3 stig

25-28. Yngvi Stefánsson, Kristín Viktoría Magnúsdóttir, Jóhann Markús Chun, Kristján Gabríel Þórhallsson 2 stig

29-39. Angantýr Máni Gautason, Ayub Zaman, Bjarni Þór Lúðvíksson, Daði Sigursveinn Harðarson, Eiríkur Elí Eiríksson, Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir,  , Markús Máni, Muhammad Zaman, Tayo Örn Norðfjörð, Þórhallur Þrastarson, Þröstur Elvar  1 stig

Umsjónarmenn voru Elín Guðjónsdóttir og Sigurlaug Regína Friðþjófsdóttir.

Verið velkomin næsta laugardag kl. 14-16!