Fjölmennri Páskaeggjasyrpu lokiðÞað var glatt á hjalla í húsnæði Taflfélags Reykjavíkur í dag þegar lokamót Páskaeggjasyrpu félagsins og Nóa Síríus fór fram.  Líkt og í fyrri mótunum tveimur tók á áttunda tug krakka þátt í mótinu en flestir af efnilegustu skákkrökkum þjóðarinnar voru á meðal þátttakenda í syrpunni sem samanstóð af þremur mótum sem haldin voru síðustu þrjá sunnudagana fyrir páska.

Í dag voru keppendur í yngri flokki 46 talsins en 28 í eldri flokki.  Líkt og í mótinu fyrir viku síðan sigraði Óskar Víkingur Davíðsson með fullt hús eða 6 vinninga og í öðru sæti, einnig eins og fyrir viku síðan, með 5 vinninga var Björn Magnússon.  Róbert Luu og Vignir Sigur Skúlason komu næstir, einnig með 5 vinninga, en stigaútreikning þurfti til að ákvarða lokaröð þeirra.  Það er því ljóst að spennan í yngri flokknum var rafmögnuð.

Það var ekki síður mikil spenna í eldri flokknum þar sem Mykhaylo Kravchuk og Veronika Steinunn Magnúsdóttir komu jöfn í mark með 5,5 vinning en eftir stigaútreikning var ljóst að Mykhaylo var sigurvegari flokksins.  Mikael Maron Torfason kom svo þriðji í mark með 4,5 vinning.

Að lokinni verðlaunaafhendingu fyrir lokamótið voru veitt verðlaun fyrir bestan samanlagða árangur í mótunum þremur og þar stóð Óskar Víkingur sig best í yngri flokki með 17 vinninga af 18 sem er sannarlega glæsilegur árangur.  Næstur kom Björn með 15 vinninga og skammt á eftir fylgdi Róbert með 14,5 vinning.  Í eldri flokki var Vignir Vatnar Stefánsson efstur samanlagt með 15 vinninga, Aron Þór Mai kom næstur með 12 vinninga og þá Mykhaylo með 11,5 vinning.

Eftirvæntingin var síðan mikil þegar dregið var í happdrættinu en líkt og í fyrri mótunum áttu allir keppendur möguleika á að vinna eitt af þremur stórum páskaeggjum frá Nóa Síríus eða glæsilega skákklukku.  Lokahnykkurinn var síðan afhending páskaeggja til allra þeirra sem þátt tóku í a.m.k. tveimur mótum í syrpunni.

Yfir 70 krakkar tóku þátt í hverju af hinum þremur mótum Nóa Síríus Páskaeggjasyrpunnar og alls tók á annaðhundrað þátt í einhverju mótanna.  Aðstandendur Taflfélags Reykjavíkur og Nóa Síríus eru yfir sig ánægðir með viðtökurnar og vilja koma á framfæri þökkum til allra krakkanna og aðstandenda þeirra fyrir þátttökuna og vonast svo sannarlega til að sjá ykkur aftur að ári!

  • Myndir
  • Páskaeggjasyrpan
  • Fyrsta mótið
  • Annað mótið

Bestur árangur samanlagt:

Yngri flokkur (2005-2008)

  • 1. Óskar Víkingur Davíðsson 17 vinningar
  • 2. Björn Magnússon 15v
  • 3. Róbert Luu 14,5v

Eldri flokkur (1998-2004)

  • 1. Vignir Vatnar Stefánsson 15v
  • 2. Aron Þór Mai 12v
  • 3. Mykhaylo Kravchuk 11,5v

Lokastaðan í þriðja mótinu:

Yngri flokkur

1    Óskar Víkingur Davíðsson, 6
2-4 Björn Magnússon, 5
Róbert Luu, 5
Vignir Sigur Skúlason, 5
5-6 Adam Omarsson, 4.5
Kristján Dagur Jónsson, 4.5
7-13 Birkir Snær Steinsson, 4
Alexander Már Bjarnþórsso, 4
Stefán Orri Davíðsson, 4
Guðmann Brimar Bjarnason, 4
Friðrik Helgi Eyjólfsson, 4
Alexander Björnsson, 4
Ísak Orri Karlsson, 4
14-18 Magnús Hjaltason, 3.5
Stefán Geir Hermannsson, 3.5
Gerdas Slapikas, 3.5
Óttar Örn Bergmann Sigfús, 3.5
Freyr Grímsson, 3.5
19-28 Viktor Smári Unnarsson, 3
Reynir Þór Stefánsson, 3
Benedikt Briem, 3
Bjarki Freyr Mariansson, 3
Gabríel Sær Bjarnþórsson, 3
Þorgrímur Nói Gunnarsson, 3
Stefán Gunnar Maack, 3
Kristófer Stefánsson, 3
Elísabet Xiang Sveinbjörn, 3
Ylfa Ýr Welding Hákonardó, 3
29-31 Otri Reyr Franklínsson, 2.5
Sólveig Bríet Magnúsdótti, 2.5
Pætur Dávursson, 2.5
32-39 Karítas Jónsdóttir, 2
Marel Baldvinsson, 2
Ragnar Már Halldórsson, 2
Nikolai Daðason, 2
Elsa Kristín Arnaldardótt, 2
Pétur Wilhelm Norðfjörð, 2
Kolbeinn Helgi Magnússon, 2
Eva Júlía Jóhannsdóttir, 2
40-43 Benedikt Þórirsson, 1.5
Iðunn Ólöf Berndsen, 1.5
Krummi Thor Guðmundarson, 1.5
Eiríkur Sveinsson, 1.5
44 Kristján Sindri, 1
45-46 Brynja Eik Steinsdóttir, 0.5
Iðunn Helgadóttir, 0.5

Eldri flokkur

1-2 Mykhaylo Kravchuk, 5.5
Veronika Steinunn Magnúsd, 5.5
3 Mikael Maron Torfason, 4.5
4-6 Vignir Vatnar Stefánsson, 4
Þorsteinn Emil Jónsson, 4
Stephan Briem, 4
7-12 Sæmundur Árnason, 3.5
Hnikarr Bjarmi Franklínss, 3.5
Olafur Orn Olafsson, 3.5
Eldar Sigurðarson, 3.5
Aron Þór Mai, 3.5
Brynjar Haraldsson, 3.5
13-17 Jón Þór Lemery, 3
Matthías Ævar Magnússon, 3
Brynjar Bjarkason, 3
Bjarki Arnaldarson, 3
Alexander Oliver Mai, 3
18-20 Hákon Jan Norðfjörð, 2.5
Benedikt Ernir Magnússon, 2.5
Sindri Snær Kristófersson, 2.5
21-25 Kristján Orri Hugason, 2
Einir Ingi Guðmundsson, 2
Arnar Jónsson, 2
Kacper Róbertsson, 2
Sigurjón Óli Ágústsson, 2
26-27 Ottó Bjarki Arnar, 1
Jóhannes Logi Guðmundsson, 1
28 Sigmar Þór Baldvinsson, 0