Eiríkur K. Björnsson sigraði á fyrsta fimmtudagsmótinuSkákstjórinn hafði sigur á fyrsta fimmtudagsmóti vetrarins. Að þessu sinni var teflt í húsnæði Skáksambands Íslands því verið var að stilla upp í húsakynnum TR fyrir Norðurlandamót öldunga sem hefst þar á laugardaginn eins og fram hefur komið í fréttum. Fimmtudagsmótið var fámennt að þessu sinni en afskaplega góðmennt, andrúmsloft vinalegt en þó þrungið keppnisanda, eins og jafnan. Úrslit í gærkvöldi urðu annars sem hér segir:  

 

1   Eiríkur K. Björnsson                     7

2   Magnús Matthíasson                   6       

3   Guðmundur Gunnlaugsson       4       

 4   Jan Olav Fivelstad                       3       

 5-6 Hjálmar Sigurvaldason             2.5    

      Sigurjón Haraldsson                  2.5    

  7   Björgvin Kristbergsson             2      

  8   Ingvar Vignisson                        1