Einar, Jón og Þorvarður efstir í Skákþingi Reykjavíkur



Alþjóðlegi meistarinn Jón Viktor Gunnarsson, Fide meistarinn Einar Hjalti Jensson og Þorvarður Fannar Ólafsson eru efstir og jafnir með fullt hús vinninga að loknum fjórum umferðum í Skákþingi Reykjavíkur.  Í fjórðu umferð, sem fór fram á miðvikudagskvöld, sigraði Jón Viktor stórmeistara kvenna Lenku Ptacnikovu, Þorvarður hafði betur gegn Fide meistaranum Sigurbirni Björnssyni og Einar Hjalti vann Atla Jóhann Leósson.  Fide meistarinn Davíð Kjartansson, sem lagði skákmeistara TR Kjartan Maack, kemur næstur með 3,5 vinning en hvorki fleiri né færri en fjórtán keppendur hafa 3 vinninga.

 

Fimmta umferð fer fram á sunnudag og hefst kl. 14 en þá mætast Einar Hjalti og Jón Viktor í einni af úrslitaviðureignum mótsins.  Einnig mætast Davíð og Þorvarður sem og Sigurbjörn og Þór Már Valtýsson svo það er ljóst að um mjög spennandi umferð verður að ræða.

  • Úrslit, staða og pörun
  • Skákir: 1 2 3 4 5 6 7 8 9
  • Myndir
  • Mótstöflur SÞR
  • Skákmeistarar Reykjavíkur