Björn Þorfinnsson efstur í a-flokki MP mótsinsBjörn Þorfinnsson er efstur í a-flokki MP mótsins – Haustmóts TR 2007 eftir fallegan sigur á Guðna Stefáni Péturssyni í 5. umferð, sem fram fór í gær, fimmtudagskvöld. Björn tefldi glæsilega í gær, blés til sóknar að venju með glannalegum hætti en uppskar skemmtilega sóknarstöðu og klikkti út  með glæsilegri hróksfórn, sem tætti í sundur kóngsstöðu Guðna (VIÐBÓT: nú hefur komið í ljós, að Guðni átti vörn. Þessi viðbót er í boði Pampers).  Á milli leikja dansaði Björn suður-ameríska sigurdansa frammi á gangi, þegar fréttir bárust af öruggum sigri unglingaliðs Arsenal í ensku deildarbikarkeppninni, en Björn dvaldi einmitt í Suður-Ameríku í rúman mánuð síðla sumars. Óhætt er að segja, að bæði Arsene Wenger og Björn Þorfinnsson hafi stýrt liði sínu til sigurs með glæsilegum hætti í gærkvöldi.

Einni skák var frestað í 5. umferð, skák Davíðs Kjartanssonar og Sverris Arnar Björnssonar. Úrslit urðu annars eftirfarandi:

Round 5 on 2007/10/31 at 19:30
Bo. No.     Name Result   Name   No.
1 3   Loftsson Hrafn 1 – 0   Baldursson Hrannar 10
2 4   Ragnarsson Johann 1 – 0   Bergsson Stefan 2
3 5 FM Bjornsson Sigurbjorn ½ – ½   Misiuga Andrzej 1
4 6 FM Kjartansson David     Bjornsson Sverrir Orn 9
5 7 FM Thorfinnsson Bjorn 1 – 0   Petursson Gudni 8

Jæja, jafnteflunum linnir. Hrafn Loftsson kom sér umsvifalaust í tímahrak, eins og föðurnafn hans krefst, en þeir bræður, Hrafn og Arnaldur, eru þekktir fyrir að koma sér í tímahrak eins fljótt og auðið er. Um tíma átti Hrafn eftir 6 mínútur á klukkunni, en Hrannar klukkustund. Hrafn vann þó skákina, eftir skemmtilegar tilfæringar. Jóhann H. Ragnarsson, sem er langstigalæsti keppandi mótsins, fór illa með Stefán Bergsson, sem sá aldrei til sólar, eftir frekar vafasama taflmennsku í byrjuninni. Jóhann er greinilega að ná sér á strik aftur, eftir erfitt gengi síðustu árin. Ljóst er, að sá mikli heiður, að kvænast varaformanni T.R., hefur farið vel í Jóhann! Sigurbjörn tefldi Panov árásina gegn Caro kann vörn Misiugas og upp kom afbrigði, sem er nánast þvingað jafntefli, að mati Karpovs, fyrrv. heimsmeistara. Sigurbjörn breytti þó út af hefðbundnum leiðum til að freista þess að tefla til sigurs, en Misiuga varðist vel og lengi, en skák þessi kláraðist ekki fyrr en ókristilegum háttatíma var náð. Sigurbjörn fór þó vonandi glaður heim, en eftirlætis lið hans í knattspyrnunni, Inter Milano, sigraði í leik sínum í gærkvöldi og var hann tíðförull fram í tölvu Ólafs skákstjóra til að leita frétta af gangi mála.

Staðan í a-flokki eftir 5. umferðir er eftirfarandi:

Rank after Round 5

Rk.     Name FED Rtg Club/City Pts.  TB1  Rp n w we w-we K rtg+/-
1 FM Thorfinnsson Bjorn ISL 2323 Hellir 5,0 9,00 2868 9 5 3,33 1,67 15 25,0
2   Ragnarsson Johann ISL 2039 TG 3,0 5,75 2242 9 3 1,66 1,34 15 20,1
3   Loftsson Hrafn ISL 2250 TR 3,0 4,75 2201 9 3 3,32 -0,32 15 -4,8
4   Bjornsson Sverrir Orn ISL 2107 Haukar 2,0 5,00 2173 9 2 1,65 0,35 15 5,3
5   Misiuga Andrzej POL 2161 TR 2,0 4,00 2090 9 2 2,51 -0,51 15 -7,7
    Bergsson Stefan ISL 2112 SA 2,0 4,00 2063 9 2 2,34 -0,34 15 -5,1
7 FM Bjornsson Sigurbjorn ISL 2290 Hellir 2,0 3,50 2147 9 2 2,95 -0,95 15 -14,3
8   Petursson Gudni ISL 2145 TR 1,5 4,00 2139 9 1,5 1,58 -0,08 15 -1,2
9 FM Kjartansson David ISL 2360 Fjolnir 1,5 2,00 2244 9 1,5 1,95 -0,45 15 -6,8
10   Baldursson Hrannar ISL 2120 KR 1,0 2,00 2001 9 1 1,71 -0,71 15 -10,6

Hafa ber í huga, að Davíð Kjartansson hefur þurft að fresta tveimur skákum, gegn Guðna Stefáni Péturssyni og Sverri Erni Björnssyni, sem hér með hefur verið kjörinn best skrifandi skákmaður landsins, en skorblað hans er unun á að horfa!

Í 6. umferð, sem fram fer á föstudagskvöldið, eigast eftirfarandi við:

Round 6 on 2007/11/02 at 19:30
Bo. No.     Name Result   Name   No.
1 10   Baldursson Hrannar     Petursson Gudni 8
2 9   Bjornsson Sverrir Orn   FM Thorfinnsson Bjorn 7
3 1   Misiuga Andrzej   FM Kjartansson David 6
4 2   Bergsson Stefan   FM Bjornsson Sigurbjorn 5
5 3   Loftsson Hrafn     Ragnarsson Johann 4

Spurningin er; mun Sverrir Örn Björnsson stöðva sigurgöngu Björns Þorfinnssonar? Á myndinni að ofan sést Björn Húnn og rússneskur björn. Myndin er tekin í Moskvu 2003.