Björn sigraði á 1. Grand Prix móti TR og Fjölnis



Björn Þorfinnsson sigraði örugglega á 1. Grand Prix móti Taflfélags Reykjavíkur og Skákdeildar Fjölnis, en það fór fram í Skákhöllinni í Faxafeni 12 í kvöld, fimmtudagskvöld. Björn hlaut 6,5 vinninga af 7 mögulegum og gerði aðeins jafntefli við Paul Frigge. Í öðru sæti varð Davíð Kjartansson með 5,5 vinninga og í 3.-4. sæti urðu Hjörvar Steinn Grétarsson og Jóhann H. Ragnarsson með 5 vinninga, en Hjörvar vann á stigum.

22 keppendur tóku þátt og var unga fólkið í meiri hluta. Óhætt er að segja, að mótaröðin hafi farið vel af stað og er búist við að framhald verði á þessari góðu mætingu.

Röð keppenda var eftirfarandi:

1. Grand-Prix mót T.R. og Fjölnis, 27. sept. 2007
Röð Nafn Vinningar
1 Björn Þorfinnsson 6,5
2 Davíð Kjartansson 5,5
3 Hjörvar Steinn Grétarsson 5 (24 stig)
  Jóhann H. Ragnarsson 5 (23 stig)
5 Eggert Ísólfsson 4,5
6 Paul Frigge 4
  Vigfús Óðinn Vigfússon 4
  Helgi Brynjarsson 4
  Jóhanna B. Jóhannsdóttir 4
  Óttar Felix Hauksson 4
11 Sigurlaug R. Friðþjófsdóttir 3,5
  Geirþrúður A. Guðmundsdóttir 3,5
  Dagur Andri Friðgeirsson 3,5
14 Hallgerður Helga Þorsteinsdóttir 3
  Elsa María Þorfinnsdóttir 3
  Jónas H. Jónsson 3
  Bjarni Jens Kristinsson 3
18 Hörður Aron Hauksson 2
  Friðrik Þjálfi Stefánsson 2
  Stefanía B. Stefánsdóttir 2
21 Friðþjófur Max Karlsson 1
  Sören Jensen 1

 

Björn Þorfinnsson, Davíð Kjartansson og Hjörvar Steinn Grétarsson fengu tónlistarverðlaun frá Óttari í Zonet og Rúnari Júlíussyni í Geimsteini.

Þegar langt var liðið á mót ákvað skákstjóri, í samráði við formann og varaformann T.R. að veita aukaverðlaun frá Taflfélaginu, og þau hlutu:

Verðlaunahafar: Frá vinstri: Davíð Kjartansson, Hjörvar Steinn Grétarsson, Björn Þorfinnsson, Geirþrúður Anna Guðmundsdóttir, Friðrik Þjálfi Stefánsson, Helgi Brynjarsson og Jóhanna Björg Jóhannsdóttir.

Í unglingaflokki var Helgi Brynjarsson efstur af þeim sem ekki fengu önnur verðlaun, með fjóra vinninga. Friðrík Þjálfi Stefánsson hlaut síðan sérstök aukaverðlaun í yngsta flokki.

Í kvennaflokki var Jóhanna Björg Jóhannsdóttir efst, en einnig þar veitti formaður T.R. aukaverðlaun, sem Geirþrúður Anna Guðmundsdóttir hlaut.

Þessir sex skákmenn fengu allir íslenskar skákbækur að eigin vali.

Framvegis verða þó aðeins 1 aukaverðlaun til unglinga og kvenna á hverju kvöldi, en síðan safna unglingar og konur stigum til sérstakra aukaverðlauna.

Skákstjóri: Snorri G. Bergsson.
Þulur:  Óttar Felix Hauksson.

Hin eina sanna Birna sá um veitingar.

Grand Prix mótaröðinni verður framhaldið næsta fimmtudagskvöld kl. 19.30 í Skákhöllinni, Faxafeni 12, Reykjavík.