Benedikt öruggur sigurvegari fimmtudagsmóts



Benedikt Jónasson sigraði með yfirburðum á fimmtudagsmóti gærkvöldsins þegar hann hlaut 8,5 vinning í níu skákum, 2,5 vinningi meira en næstu menn sem voru Helgi Brynjarsson og Kristján Örn Elíasson.  Það var aðeins hinn ungi Páll Andrason sem náði að skáka Benedikt og hala inn jafntefli eftir að sá síðarnefndi hafði lengi reynt að innbyrða sigur í endatafli með peð á mann og samlitum biskupum.

Úrslit urðu eftirfarandi:

  • 1. Benedikt Jónasson 8,5 v af 9
  • 2.-3. Helgi Brynjarsson, Kristján Örn Elíasson 6 v
  • 4. Páll Andrason 5,5 v
  • 5.-8. Ingi Tandri Traustason, Jón Gunnar Jónsson, Dagur Kjartanson, Þórir Benediktsson 5 v
  • 9. Rafn Jónsson 4,5 v
  • 10.-13. Brynjar Níelsson, Magnús Matthíasson, Jon Olav Fivelstad, Helgi Hauksson 4 v
  • 14.-15. Benjamín Gísli Einarsson, Tjörvi Schiöth 2,5 v
  • 16. Jóhannes Guðmundsson 0,5 v

Næsta mót fer fram fimmtudaginn 27. nóvember og hefst kl. 19.30.