Barna- og unglingameistaramót Reykjavíkur fer fram á sunnudag



Barna- og unglingameistaramót Reykjavíkur, sem og Stúlknameistaramót Reykjavíkur, fer fram sunnudaginn 21. febrúar í félagsheimili T.R. Faxafeni 12.

Taflið hefst kl.14 og stendur til ca. kl. 18. Tefldar verða 7 umferðir eftir svissnesku kerfi með umhugsunartímanum 15 mín. á skák. Mótið verður reiknað til alþjóðlegra atskákstiga.

Teflt verður í tveimur flokkum: opnum flokki og stúlknaflokki.

Verðlaun verða veitt fyrir þrjú efstu sætin í mótinu og þar fyrir utan hlýtur sigurvegarinn titilinn Unglingameistari Reykjavíkur 2016, sé hann búsettur í Reykjavík eða félagi í reykvísku taflfélagi.

Einnig verða veitt verðlaun fyrir þrjár efstu stúlkurnar og þar fyrir utan hlýtur efsta stúlkan titilinn Stúlknameistari Reykjavíkur 2016, sé hún búsett í Reykjavík eða félagi í reykvísku taflfélagi.

Til viðbótar verða veitt verðlaun fyrir efsta sætið í árgöngum 2000-2001, 2002-2003, 2004-2005, 2006-2007 sem og 2008 og yngri í báðum flokkum (opna flokknum og stúlknaflokknum).

Mótið er opið öllum krökkum sem eru fædd 2000 og síðar.

Núverandi Reykjavíkurmeistarar eru Vignir Vatnar Stefánsson og Svava Þorsteinsdóttir.

Skákmótið hefst kl. 14 og er aðgangur ókeypis.

Við minnum á að mótið er hluti af stigakeppni félagsins sem er í gangi út febrúar þar sem litið er til ástundunar og árangurs. Hér má rifja upp fyrirkomulag stigakeppninnar.

Skráningarform

Skráðir keppendur