Aðalstjórn Taflfélags Reykjavíkur endurkjörinAðalfundur Taflfélags Reykjavíkur var haldinn í gærkvöldi í salarkynnum félagsins. Kjartan Maack var endurkjörinn formaður og verður aðalstjórn félagsins óbreytt næsta starfsár. Nokkrar breytingar urðu á varastjórninni því Daði Ómarsson, Jon Olav Fivelstad og Björgvin Víglundsson koma nýir inn í stað þeirra Veroniku Steinunnar Magnúsdóttur, Þorvarðs Fannars Ólafssonar og Birkis Bárðarsonar.

Aðalstjórn Taflfélags Reykjavíkur starfsárið 2017-2018 skipa Kjartan Maack, Þórir Benediktsson, Magnús Kristinsson, Sigurlaug R. Friðþjófsdóttir, Eiríkur K. Björnsson, Ríkharður Sveinsson og Gauti Páll Jónsson.

Varastjórn félagsins næsta starfsár skipa Daði Ómarsson, Jon Olav Fivelstad, Torfi Leósson og Björgvin Víglundsson.