laugardagur 30. maí 05 2015
Póstlistaskráning
Póstlistaskráning
Skráđu netfangiđ ţitt og fáđu tilkynningar sendar í tölvupósti
Nafn
Afskrá
Dagatal
Maí - 2015
S M Ţ M F F L
26 27 28 29 30 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31 1 2 3 4 5 6
<
>

Taflfélag Reykjavíkur er elsta, virtasta og eitt af öflugustu skákfélögum landsins. Félagið er margfaldur Íslandsmeistari skákfélaga. Aðsetur félagsins er að Faxafeni 12.


Þar er skák stunduð af miklum móð, skákmót haldin, æfingar fyrir unglinga og margt, margt fleira.

Öflugt barna- og unglingastarf.  Ókeypis æfingar alla laugardaga yfir vetrartímann. 

Vefsíða Taflfélags Reykjavíkur er keyrð á vefumsjónarkerfi Allra Átta ehf.

 

 

 

 

 

Fimmtudagsmót Taflfélags Reykjavíkur

Fimmtudagsmót Taflfélags Reykjavíkur eru fyrir löngu orðin órjúfanlegur partur af starfsemi félagsins, ekki síður en stærstu viðburðir þess.  Mótin hafa farið fram í áratugi og óhætt er að segja að stór hluti skákiðkenda þjóðarinnar hafi einhverju sinni tekið þátt í fimmtudagsmótunum.

Mótin fara fram öll fimmtudagskvöld yfir vetrarmánuðina og hefjast stundvíslega kl. 19.30.  Tefldar eru sjö umferðir með sjö mínútna umhugsunartíma á keppanda.  Notast er við tölvu við pörun og innskráningu úrslita og því ganga mótin hratt og örugglega fyrir sig.  Hlé er tekið um miðbik móts og boðið upp á kaffi og meðlæti án endurgjalds.  Móti er lokið um kl. 21.30. 

Mótunum eru gerð skil á stærsta skákvef landsins, www.skak.is, og heimasíðu T.R., www.taflfelag.is.