5-1 fyrir T.R. gegn BronshojJæja, úrslit komin í viðureign T.R. og Bronshoj. Hannes og Nataf gerðu jafntefli en hinir unnu frekar auðveldlega.

Staðan hjá Helli er 0,5 – 4,5 og einni skák ólokið, þar sem Bjössi berst fyrir jafntefli. Rúnar Berg tefldi eins og herforingi gegn GManum í 30 leiki og var með mjög fína stöðu, uns skyndilega fór að halla á kappann.

Ég talaði við Sutovsky áðan og hrósaði hann TRingum mikið fyrir taflmennskuna í gær gegn Bosna, og sérstaklega Þrölla og Stefáni.