Barna-og unglingastarf TR er nú komið í sumarfrí eftir viðburðarríkan, skemmtilegan og árangursríkan vetur. Vorhátíðarskákæfing var haldin í öllum skákhópunum í gær laugardaginn 3. maí. Alls hafa hátt á annað hundrað barna tekið þátt í skákæfingum TR í vetur og þær verið mjög vel sóttar.
Um morguninn fór fram vorhátíðaræfing í stelpuhópnum kl. 12.30-13.45. Þar mættu 14 hressar skákstelpur, sem myndað hafa harðasta kjarnan í stelpuhópnum í vetur.
Fyrst var farið í skákleikinn “Heilinn og höndin”, þar sem tveir keppa á móti tveimur á einu skákborði. Annar í liðinu er “heilinn” sem ákveður hvaða gerð af taflmanni skal leikið, og hinn er “höndin” sem leikur leiknum. Þetta var hin mesta skemmtun, þar sem stundum kom fyrir að “höndin” var ekki sammála “heilanum” um hvað væri besti leikurinn í stöðunni!
Eftir “sparihressinguna” var boðhlaupsskák sem vakti mikla lukku, en þar kepptu liðin Hvíta drottningin og Skák og mát með 7 stelpum í hvoru liði. Þar var að vonum handagangur í öskjunni!
Að lokum voru síðan voru veittar viðurkenningar fyrir ástundun á þessari önn. Eftirtaldar fengu verðlaun:
1. Iðunn Helgadóttir.2. Vigdís Tinna Hákonardóttir, Sólveig Freyja Hákonardóttir.3. Marsibil Þóra Ísfeld Hafsteinsdóttir, Karitas Ólöf Ísfeld Hafsteinsdóttir, Vigdís Lilja Kristjánsdóttir.
Þátttakendur á vorhátíðaræfingu stelpnanna voru:
· Elsa Kristín Arnaldardóttir· Eva Júlía Jóhannsdóttir· Eyrún Alba Jóhannsdóttir· Freyja Birkisdóttir· Hildur Birna Hermannsdóttir· Iðunn Ólöf Berndsen· Iðunn Helgadóttir· Júlía Guðný Jónsdóttir· Karitas Ólöf Ísfeld Hafsteinsdóttir· Katrín Jónsdóttir· Marsibil Þóra Ísfeld Hafsteinsdóttir· Sólveig Freyja Hákonardóttir· Vigdís Tinna Hákonardóttir· Vigdís Lilja Kristjánsdóttir
Á þessari önn hafa rúmlega 30 stelpur tekið þátt í skákæfingunum! Stelpurnar hafa verið mjög áhugasamar og tekið miklum framförum. Við höldum áfram á sömu braut í haust – engin spurning!
Þátttakendur á Vorhátíðaræfingunni fyrir 12 ára og yngri kl. 14-16 voru 32.
Fjöltefli var fyrsti liður á dagskrá. Skákþjálfararnir Torfi Leósson og Kjartan Maack, formaður TR Björn Jónsson og skákmamman og stórmeistari kvenna í skák, Lenka Ptacnikova tefldu fjöltefli við 8 börn hver. Boðið var upp á að skrifa leikina niður á skákskriftarblöð og voru margir sem gerðu það, enda hin besta æfing. Má búast við að margir af krökkunum sem tekið hafa þátt á laugardagsæfingunum í vetur verði þátttakendur á kappskákmótum næsta vetrar!
Eftir fjölteflið var komið að “sparihressingunni”. Taflfélag Reykjavíkur bauð öllum krökkunum og þeim foreldrum sem voru á staðnum til aðstoðar upp á pizzu og gos.
Eftir “pizzupartýið” var komið að afhendingu viðurkenninga fyrir vorönnina 2014 (janúar-maí). Eftirfarandi krakkar hlutu medalíur:
Verðlaun fyrir Ástundun eru veitt í þremur aldurshópum.
Aldursflokkur 6-7 ára, fædd 2006-2007, (1.-2. bekk)
1. Gabríel Sær Bjarnþórsson2. Alexander Björnsson, Adam Omarsson 3. Kristján Sindri Kristjánsson
Aldursflokkur 8-9 ára, fædd 2004-2005, (3.-4. bekk)
1. Alexander Már Bjarnþórsson2. Björn Magnússon, Hreggviður Loki Þorsteinsson 3. Róbert Luu, Stefán Gunnar Maack, Stefán Geir Hermannsson
Aldursflokkur 10-12 ára, fædd 2001-2003, (5.-7. bekk)
1. Davíð Dimitry Indriðason2. Alexander Oliver Mai, Aron Þór Mai, Kristján Orri Hugason 3. Ottó Bjarki Arnar
Þrenn verðlaun eru veitt fyrir samanlögð stig fyrir Ástundun og Árangur:
1. Davíð Dimitry Indriðason 40 stig
2. Aron Þór Mai 39 stig3. Róbert Luu 32 stig
Þátttakendurnir á Vorhátíðaræfingunni voru eftirfarandi:
· Adam Omarsson· Alexander Már Bjarnþórsson· Alexander Björnsson· Alexander Oliver Mai· Anton Vigfússon· Arnar Milutin Heiðarsson· Aron Þór Mai· Árni Ólafsson· Bjarki Freyr Mariansson· Björn Magnússon· Davíð Dimitry Indriðason· Davíð Eyfjörð Þorsteinsson· Flosi Thomas Lyons· Freyr Grímsson· Friðrik Leó Curtis· Gabríel Sær Bjarnþórsson· Haukur Bragi Fjalarsson· Hákon Hinrik Reynisson· Hreggviður Loki Þorsteinsson· Hubert Jakubek· Jóhannes Kári Sigurðsson· Jón Þór Lemery· Julius Viktor Lee· Kristján Sindri Kristjánsson· Mateusz Jakubek· Matthías Andri Hrafnkelsson· Otto Bjarki Arnar· Róbert Luu· Sigurður Már Pétursson· Stefán Geir Hermannsson· Stefán Gunnar Maack· Vignir Sigur Skúlason
Þar með er vetrarstarfið hjá T.R. á laugardögum lokið að sinni. Við umsjónarmenn og skákþjálfarar Kjartan, Torfi, Björn og Sigurlaug þökkum öllum krökkum sem mætt hafa á laugardagsæfingar T.R. í vetur fyrir ánægjulega samveru!
Við hvetjum alla krakka til að “stúdera” skákheftin með fjölskyldunni í sumar! Svo munu fleiri hefti bætast við í haust!
Við sjáumst aftur eftir gott sumarfrí! Fylgist gjarnan með á heimasíðu T.R., www.taflfelag.is
Fjölmargar myndir voru teknar á vorhátíðaræfingunni. Jóhann H. Ragnarsson tók myndir frá stelpuskákæfingunni og Áslaug Kristinsdóttir, Björn Jónsson og Kjartan Maack tóku myndir á laugardagsæfingunni.
Verið velkomin á skákæfingar T.R. veturinn 2014-2015 sem hefjast aftur um mánaðarmótin ágúst/september!
GLEÐILEGT SUMAR!
Pistill: Sigurlaug Regína Friðþjófsdóttir