Vignir með jafntefli í dagVignir Vatnar Stefánsson gerði jafntefli við enska skákmanninn, Anthony Y Zhang, í annarri umferð Heimsmeistaramóts ungmenna sem fram fór í dag.  Góð úrslit fyrir Vigni þar sem andstæðingur hans er um 250 stigum hærri en hann.  Vignir hefur því 1,5 vinning að loknum tveimur umferðum og fær að öllum líkindum aftur stigahærri andstæðing í þriðju umferð sem hefst á morgun laugardag kl. 14 að íslenskum tíma.

  • Heimasíða mótsins
  • Úrslit, staða og pörun
  • Beinar útsendingar