Verður Vignir Vatnar næsti skákmeistari TR?



Hann var góður vöffluilmurinn sem tók á móti skákmönnum í félagsheimili Taflfélags Reykjavíkur í gærkvöldi er 7.umferð Haustmótsins var tefld. Birna í Birnukaffi mætir alltaf vel undirbúin í hverja umferð og er hún nú langstigahæsti skákbakari og uppáhellari landsins. Þeir mættu einhverjir skákmennirnir taka sér Birnu til fyrirmyndar hvað undirbúning varðar. Ingvar Þór Jóhannesson, Aron Þór Mai og Ólafur Evert Úlfsson hafa þó líklega fylgt fordæmi Birnu og mætt vel undirbúnir í hverja umferð því þeir eru sem fyrr efstir í sínum flokkum.

IMG_4160

Það er hart en drengilega tekist á í Haustmótinu.

A-flokkur

Stigahæsti keppandi mótsins, landsliðseinvaldurinn Ingvar Þór Jóhannesson, gerði jafntefli við Grarfarvogsgoðið Oliver Aron Jóhannesson í toppbaráttu A-flokks. Undrabarnið Vignir Vatnar Stefánsson nýtti sér það er hann vann Blikann Birki Karl Sigurðsson og hefur Vignir því 5 vinninga, aðeins hálfum vinning minna en Ingvar Þór. Oliver Aron er þriðji með 4,5 vinning. Dagur Ragnarsson lagði Þorvarð Fannar Ólafsson að velli og Jón Trausti Harðarson vann Gauta Pál Jónsson. Þá gerðu Björgvin Víglundsson og Hrafn Loftsson jafntefli. Vignir Vatnar hefur tekið forystu í keppninni um titilinn Skákmeistari Taflfélags Reykjavíkur. Björgvin Víglundsson hefur 4 vinninga, einum vinningi minna en Vignir Vatnar. Þeir Vignir og Björgvin mætast einmitt í næstu umferð þar sem Vignir getur tryggt sér titilinn með sigri. Þorvarður Fannar hefur 3,5 vinning og þarf nauðsynlega að vinna síðustu tvær skákir sínar til að eiga möguleika á að verða skákmeistari TR á ný, en Þorvarður bar þann titil árið 2014.

IMG_4211

Vignir Vatnar Stefánsson er í 2.sæti í A-flokki og stefnir nú hraðbyri að FM-titlinum.

 

Rk. Name Rtg FED 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 Pts.  TB1  TB2  TB3
1 FM Johannesson Ingvar Thor 2367 ISL * 1 ½ ½ 1 1 ½ 1 5,5 19,50 0,0 4
2 Stefansson Vignir Vatnar 2129 ISL 0 * 1 ½ ½ 1 1 1 5,0 12,75 0,0 4
3 FM Ragnarsson Dagur 2272 ISL ½ 0 * ½ ½ 1 1 1 4,5 13,75 0,0 3
4 FM Johannesson Oliver 2255 ISL ½ ½ ½ * 0 ½ 1 1 4,0 14,00 0,0 2
5 Hardarson Jon Trausti 2100 ISL 0 ½ 1 * 0 ½ 1 1 4,0 10,00 0,0 3
6 Viglundsson Bjorgvin 2185 ISL 0 ½ 1 * 0 ½ 1 1 4,0 9,25 0,0 3
7 Olafsson Thorvardur 2184 ISL ½ 0 0 ½ 1 * ½ 1 3,5 10,75 0,0 2
8 Loftsson Hrafn 2192 ISL ½ 0 0 ½ ½ * ½ ½ 2,5 7,50 0,0 0
9 Jonsson Gauti Pall 2082 ISL 0 0 0 0 0 ½ * ½ 1,0 1,75 0,5 0
Sigurdsson Birkir Karl 1900 ISL 0 0 0 0 0 ½ ½ * 1,0 1,75 0,5 0

 

B-flokkur

Aron Þór Mai hefur vinningsforskot á keppinauta sína í B-flokki eftir jafntefli við Hörð Aron Hauksson í gær. Aron Þór hefur hlotið 5,5 vinning í skákunum sjö. Hörður Aron er í 2.sæti með 4,5 vinning. Jafn honum að vinningum eru Alexander Oliver Mai og Veronika Steinunn Magnúsdóttir, en bæði gerðu þau jafntefli í gær; Alexander við Halldór Kristjánsson og Veronika við Jón Þór Lemery. Þá vann Sigurlaug R. Friðþjófsdóttir með hvítu gegn Magnúsi Kristinssyni í uppgjöri stjórnarmanna Taflfélagsins. Hinn nýkrýndi Íslandsmeistari, Stephan Briem, er ekkert á þeim buxunum að hægja á ferðinni því í gær vann hann Róbert Luu með svörtu. Stephan hefur teflt feykivel að undanförnu og er líklegur til að stökkva hátt upp stigalistann á næstu misserum.

IMG_4192

Stephan Briem, nýkrýndur Íslandsmeistari, er á mikilli siglingu um þessar mundir.

 

Rk. Name Rtg FED 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 Pts.  TB1  TB2  TB3
1 Mai Aron Thor 1845 ISL * ½ ½ ½ 1 1 1 1 5,5 15,50 0,0 4
2 Mai Alexander Oliver 1656 ISL * 1 ½ 1 + ½ 0 ½ 4,5 15,50 0,0 3
3 Hauksson Hordur Aron 1867 ISL ½ 0 * 0 1 + 1 1 4,5 13,25 0,0 4
4 Magnusdottir Veronika Steinun 1777 ISL ½ 1 * ½ 0 ½ 1 1 4,5 12,25 0,0 3
5 Lemery Jon Thor 1591 ISL ½ 0 ½ * ½ 1 0 1 3,5 11,25 0,0 2
6 Fridthjofsdottir Sigurl. Regi 1802 ISL ½ 0 ½ * 0 1 ½ 1 3,5 9,25 0,0 2
7 Briem Stephan 1569 ISL 0 1 0 1 * 1 3,0 10,50 0,0 3
8 Kristinsson Magnus 1833 ISL 0 ½ ½ 1 0 * 0 1 3,0 8,25 0,0 2
9 Luu Robert 1672 ISL 0 1 0 0 ½ 0 1 * + 2,5 8,75 0,0 2
10 Kristjansson Halldor 1649 ISL 0 ½ 0 0 0 0 0 * 0,5 2,00 0,0 0

 

Opinn flokkur

Ólafur Evert Úlfsson fer á kostum í Opna flokknum og í gær vann hann Halldór Atla Kristjánsson. Ólafur Evert hefur unnið allar sjö skákir sínar og gerir nú atlögu að þeim áfanga að vinna flokkinn með fullu húsi. Ingvar Egill Vignisson er í 2.sæti með 5,5 vinning eftir jafntefli gegn hinum efnilega Sverri Hákonarsyni. Sverrir Hákonarson fær einmitt það erfiða hlutskipti að glíma við Ólaf Evert í næstu umferð. Benedikt Briem heldur áfram að tefla vel og ná góðum úrslitum því í gær gerði hann jafntefli við Héðinn Briem. Benedikt er einn af fjórum taplausum keppendum Haustmótsins. Það sem vekur einna mesta eftirtekt er að Benedikt hefur unnið eina skák en gert sex jafntefli! Svo mörg jafntefli þykja sjaldséð hjá svo ungum skákmönnum.

IMG_4180

Benedikt Briem er einn af fjórum taplausum skákmönnum Haustmótsins.

Rk. SNo Name FED Rtg Club/City Pts.  TB1  TB2  TB3
1 6 Ulfsson Olafur Evert ISL 1464 Hrókar alls fagnadar 7,0 29,00 0,0 7
2 3 Vignisson Ingvar Egill ISL 1554 Huginn 5,5 20,00 0,0 5
3 2 Briem Hedinn ISL 1563 Vinaskakfelagid 4,5 16,50 0,5 3
4 Jonasson Hordur ISL 1532 Vinaskakfelagid 4,5 16,50 0,5 3
5 12 Hakonarson Sverrir ISL 1338 Breidablik 4,5 14,75 0,0 3
6 9 Magnusson Thorsteinn ISL 1415 TR 4,5 13,25 0,0 4
7 5 Sigurvaldason Hjalmar ISL 1485 Vinaskakfelagid 4,5 12,75 0,0 4
8 18 Briem Benedikt ISL 1093 Breidablik 4,0 14,00 0,0 1
9 8 Kristjansson Halldor Atli ISL 1417 Breidablik 4,0 13,00 0,0 3
10 22 Moller Tomas ISL 1028 Breidablik 4,0 10,75 0,0 3
11 19 Gudmundsson Gunnar Erik ISL 1082 Breidablik 4,0 10,00 0,0 2
12 10 Davidsson Stefan Orri ISL 1386 Huginn 3,5 12,50 0,0 2
13 15 Baldursson Atli Mar ISL 1167 Breidablik 3,5 9,75 0,0 3
14 11 Heidarsson Arnar ISL 1340 TR 3,5 8,50 0,0 3
15 7 Thrastarson Tryggvi K ISL 1450 3,0 9,75 0,0 2
16 17 Karlsson Isak Orri ISL 1148 Breidablik 3,0 8,50 0,0 2
17 13 Alexandersson Orn ISL 1217 3,0 6,50 0,0 3
18 20 Kristbergsson Bjorgvin ISL 1081 TR 3,0 5,50 0,0 2
19 14 Thorisson Benedikt ISL 1169 TR 2,5 4,75 0,0 2
20 21 Omarsson Adam ISL 1065 Huginn 2,5 4,75 0,0 1
21 1 Bjarnason Arnaldur ISL 1647 2,0 7,00 0,0 1
22 16 Olafsson Arni ISL 1156 TR 2,0 5,75 0,0 1
23 24 Hakonarson Oskar ISL 0 Breidablik 2,0 2,00 0,0 1
24 23 Haile Batel Goitom ISL 0 TR 1,0 2,50 0,0 0

 

8.umferð mótsins verður tefld á föstudagskvöld kl.19:30. Skákáhugamenn eru hvattir til þess að líta við og fylgjast með endasprettinum sem er bæði spennandi og fjörugur. Nær Vignir Vatnar að velta Ingvari Þór úr toppsæti A-flokks? Eða mun Björgvin setja strik í reikninginn og ná Vigni að vinningum og setja ógurlega spennu í keppnina um titilinn eftirsótta ‘Skákmeistari TR’? Hvað gerist í toppslag B-flokks á milli Arons Þórs og Veroniku? Getur einhver mannlegur máttur stöðvað Ólaf Evert?

Hið margrómaða og ómissandi Birnukaffi verður vitaskuld opið sem fyrr fyrir skákmenn og gesti þar sem Birna stendur vaktina brosandi með ilmandi kaffi og kærleiksríkar vöfflur.

Nánari upplýsingar um mótið má nálgast á chess-results. Skákir Haustmótsins eru aðgengilegar hér (pgn): #1, #2, #3, #4, #5, #6, #7, #8, #9.