Vel sótt jólaskákæfing!



Laugardagsæfingar Taflfélags Reykjavíkur fyrir börn og unglinga 15 ára og yngri hafa verið vel sóttar frá því í september. Alls hafa samanlagt 62 börn sótt þær 14 skákæfingar sem haldnar hafa verið á þessari önn! Sævar Bjarnason, alþjóðlegur skákmeistari, hefur séð um skákkennsluna og umsjón með æfingunum hafa skipt með sér þau Elín Guðjónsdóttir, Magnús Kristinsson og Sigurlaug Regína Friðþjófsdóttir sem öll eru í stjórn Taflfélags Reykjavíkur.  

 

Jólaskákæfingin 13. des var fjölmennasta laugardagsæfing vetrarins fram að þessu! 28 krakkar mættu niður í Faxafen í taflheimili T.R., sum hver með jólasveinahúfur, og myndaðist skemmtileg stemning þessa síðustu æfingu ársins. Flestir krakkana tilheyra harða kjarnanum sem hefur verið að mæta allt frá því í september en einnig komu nokkrir nýjir krakkar sem vonandi sjá sér leik á borði og verða með á laugardagsæfingunum strax eftir áramót!

 

Þar sem Sævar Bjarnason, skákþjálfari T.R., var sjálfur upptekinn við að tefla í Friðriksmótinu á sama tíma, var að þessu sinni slegið upp 7. mínútna móti, eftir Monradkerfi, strax í upphafi æfingarinnar og tefldar 5 umferðir. Þar á eftir var jólahressing og afhend verðlaun fyrir ástundun og árangur á laugardagsæfingunum þessarar annar. Einnig voru nýjir félagar í Taflfélagi Reykjavíkur boðnir velkomnir með skákbókagjöf og auk þess voru bíómiðar í happdrætti.

 

Verðlaun fyrir mætingu í flokki 5 til 8 ára:

Mariam Dalia Ómarsdóttir og María Ösp Ómarsdóttir.

Verðlaun fyrir mætingu í flokki 9 til 11 ára:

Figgi Truong og Þorsteinn Freygarðsson

Verðlaun fyrir mætingu í flokki 12 til 15 ára:

Vilhjálmur Þórhallsson

 

Verðlaun fyrir samanlögð stig fyrir ástundun og árangur á æfingamótunum á laugardagsæfingunum:

Vilhjálmur Þórhallsson, Mariam Dalia Ómarsdóttir, Figgi Truong og Þorsteinn Freygarðsson.

 

Einnig voru bíómiðar í verðlaun fyrir efstu sætin á jólaskákmóti dagsins. Úrslit:

  • 1. Skúli Guðmundsson 5 vinningar af 5
  • 2-4. Gauti Páll Jónsson, Kveldúlfur Kjartansson og Mías Ólafarson 4 vinningar.

Fjórir heppnir skákkrakkar hlutu síðan bíómiða í happdrætti.

 

Í lokin voru svo nýjir meðlimir í Taflfélagi Reykjavíkur boðnir velkomnir og þeim gefin skákbók að gjöf. Flest þessara krakka hafa verið að mæta vel á laugardagsæfingarnar síðan í haust. Alls gengu í félagið 22 skákkrakkar! Þau eru í stafrófsröð:

 

  • Einar Björgvin Sighvatsson
  • Elvar P. Kjartansson
  • Figgi Truong
  • Gauti Páll Jónsson
  • Gunnar Helgason
  • Halldóra Freygarðsdóttir
  • Jakob Alexander Petersen
  • Jósef Ómarsson
  • Kristján Gabríel Þórhallsson
  • Kveldúlfur Kjartansson
  • María Ösp Ómarsdóttir
  • María Zahida
  • Mariam Dalia Ómarsdóttir
  • Mías Ólafarson
  • Samar-e-Zahida
  • Sigurður Alex Pétursson
  • Smári Arnarson
  • Sólrún Elín Freygarðsdóttir
  • Veronika Steinunn Magnúsdóttir
  • Vilhjálmur Þórhallsson
  • Þorsteinn Freygarðsson

Auk þess gekk í félagið Tinna Glóey Kjartansdóttir sem ekki var á æfingunni að þessu sinni.

 

Þau sem einnig voru með á jólaskákæfingunni voru auk þessara: Bjarki Harðarson, Bjarni Dagur Thor Kárason, Erik Daníel Jóhannesson, Frosti Heimisson, Gylfi Már Harðarson, Skúli Guðmundsson (T.R.) og Tjörvi Týr Gíslason.

 

Að sjálfsögðu er hægt að ganga í Taflfélag Reykjavíkur hvenær sem er á árinu og þau sem vilja geta bara haft samband við okkur á laugardagsæfingunum á næstu önn eða sent tölvupóst á taflfelag@taflfelag.is. Nýjir félagar á næsta ári fá að sjálfsögðu skákbók að gjöf eins og krakkarnir hér að ofan fengu!

Hér er hægt að skoða myndir frá jólaæfingunni

 

Verið velkomin á fyrstu laugardagsæfinguna á næsta ári sem verður 10. janúar 2009, kl. 14-16!

 

Gleðileg jól og farsælt komandi ár!

Þátttakendurnir á jólaskákæfingu T.R. 2008 (fremsta röð): Kveldúlfur, Mariam Dalia, Sólrún Elín, María Ösp, María Zahida, Kristján Gabríel, Mías, Elvar, Gunnar, Halldóra, Gylfi Már, Smári, Tjörvi Týr. Miðröðin: Skúli, Veronika Steinunn, Samar, Frosti, Sigurður Alex, Þorsteinn, Jakob Alexander, Erik Daníel, Bjarni Dagur. Aftasta röð: Einar Björgvin, Gauti Páll, Vilhjálmur, Figgi, Bjarki. Á myndina vantar Jósef.