Eiríkur K. Björnsson kom, sá og sigraði á fimmtudagsmóti í gær og varð þar með fyrstur til að ná fullu húsi á fimmtudagsmótum vetrarins. Eiríkur hefur oft komið og séð en ekki sigrað á fimmtudagsmótum í haust, enda haft skákstjórn með höndum á þeim flestum. Í samtali sagðist Eiríkur fyrst og fremst þakka góðum undirbúningi svo öruggan sigur. Enn og aftur varð Vignir Vatnar Stefánsson á meðal þeirra efstu, tapaði bara fyrir sigurvegaranum, gerði jafntefli við Örn Leó Jóhannsson og Kristján Örn Elíasson en vann aðrar. Lokastaðan í gærkvöldi varð:
1 Eiríkur K. Björnsson 7
2-4 Elsa María Kristínardóttir 5
Birkir Karl Sigurðsson 5
Vignir Vatnar Stefánsson 5
5-6 Kristján Örn Elíasson 4.5
Örn Leó Jóhannsson 4.5
7-11 Sigurjón Haraldsson 4
Örn Stefánsson 4
Guðmundur G. Guðmundsson 4
Gauti Páll Jónsson, 4
Gunnar Friðrik Ingibergsson 4
12-13 Kristján Sverrison 3
Óskar Long Einarsson 3
14 Veronika Steinunn Magnúsdóttir 2
15-16 Tryggvi Kristófer Þrastarson 1.5
Matthías Ævar Magnússon 1.5
17 Pétur Jóhannesson 1
18 Benedikt Ernir Magnússon 0