Unglingalið Taflfélags Reykjavíkur vann öruggan sigur á UMSB í 1.umferð hraðskákkeppni taflfélaganna. Teflt var í skákhöllinni í Faxafeni 12. Lokatölur urðu 43,5-28,5 eftir að ungmennin höfðu leitt 22-14 í hálfleik.
Gauti Páll Jónsson stóð sig best TR-inga og skammt á eftir komu þeir Vignir Vatnar og Bárður Örn. Sá síðastnefndi fór hamförum lengst af en missti aðeins flugið í lokin. Hjá Borgnesingum urðu þeir Einar Valdimarsson og Bjarni Sæmundsson hlutskarpastir.
Skákstjórn var í öruggum höndum Þorvarðs Fannars Ólafssonar.
TR-unglingar:
Gauti Páll Jónsson 10,5 af 12
Vignir Vatnar Stefánsson 10 af 12
Bárður Örn Birkisson 9,5 af 12
Björn Hólm Birkisson 6 af 12
Veronika Steinunn Magnúsdóttir 4,5 af 11
Guðmundur Agnar Bragason 2 af 10
Þorsteinn Magnússon 1 af 3
UMSB:
Einar Valdimarsson 7 af 12
Bjarni Sæmundsson 7 af 12
Kristinn Jens Sigurþórsson 5 af 12
Gunnar Nikulásson 4,5 af 10
John Ontiveros 3 af 11
Jón Jóhannesson 2 af 12
Garðar Ingólfsson 0 af 3