Unglingameistaramót TR fer fram á sunnudag



Unglingameistaramót Taflfélags Reykjavíkur, sem jafnframt er Stúlknameistaramót T.R., fer fram sunnudaginn 10. nóvember í skákhöll T.R. að Faxafeni 12. Taflið hefst kl.13 og áætlað er að mótinu ljúki kl. 17.

Tefldar verða 7 umferðir eftir svissnesku kerfi með umhugsunartímanum 10 mínútur á skák, auk þess sem 5 sekúndur bætast við eftir hvern leik (10m+5s). Mótið verður reiknað til alþjóðlegra atskákstiga. Þátttaka er ókeypis. Um miðbik móts verður gert hlé og keppendum boðið upp á hressingu.

Mótið er opið öllum börnum og unglingum, óháð taflfélagi eða búsetu, sem eru fædd árið 2004 eða síðar. Teflt verður í tveimur flokkum: opnum flokki og stúlknaflokki.

Verðlaun verða veitt fyrir þrjú efstu sætin í opna flokknum auk þess sem efsti TR-ingurinn hlýtur titilinn Unglingameistari T.R. 2019.  Verðlaun verða veitt fyrir þrjú efstu sætin í stúlknaflokki auk þess sem efsti TR-ingurinn hlýtur titilinn Stúlknameistari T.R. 2019.

Til viðbótar verða veitt verðlaun fyrir efsta sætið í öllum árgöngum í báðum flokkum (opna flokknum og stúlknaflokknum), elsti árgangurinn er 2004 og yngsti árgangurinn er 2014 og yngri.

Núverandi Unglingameistari TR er Adam Omarsson. Núverandi Stúlknameistari TR er Batel Goitom Haile. Nánari upplýsingar um mótið 2018 má nálgast hér.

Skráning í mótið fer fram á hefðbundnu rafrænu skráningarformi.  Einnig má finna skráningarformið á skak.is.

Skráningarform

Skráðir keppendur