Unglingameistaramót Reykjavíkur fer fram í dag



Unglingameistaramót Reykjavíkur verður haldið í Skákhöllinni Faxafeni 12 laugardaginn 9. maí kl. 14. Þátttökurétt eiga allir unglingar á grunnskólaaldri en unglingameistaranafnbótina og farandbikarinn hlýtur efsti keppandi sem búsettur er í Reykjavík.

Umhugsunartími er 15 mínútur á mann til að ljúka skák og verða tefldar sjö umferðir. Veittir verða verðlaunagripir fyrir þrjú efstu sætin. Núverandi Unglingameistari Reykjavíkur er Dagur Andri Friðgeirsson. Skráning fer fram á staðnum og hefst kl. 13.30.