Unglinga- og stúlknameistaramót TR



Unglinga- og Stúlknameistaramót T.R. fer fram föstudaginn 19. desember í Skákhöllinni Faxafeni 12. Taflið hefst kl.18.

Tefldar verða 7 umferðir eftir Monrad-kerfi með umhugsunartímanum 15 mín. á skák.

Teflt verður í einum flokki og hlýtur efsti unglingurinn, sem er félagi í T.R., titilinn Unglingameistari T.R. 2008 og efsta stúlkan úr T.R. hlýtur titilinn Stúlknameistari T.R. 2008.

Einnig verða veitt verðlaun fyrir þrjú efstu sætin í mótinu.

Mótið er opið öllum krökkum 15 ára og yngri.  Skráning fer fram á taflfelag@taflfelag.is og einnig er hægt að skrá sig á mótstað.

Aðgangur á mótið er ókeypis.