Taflfélag Reykjavíkur fer nú aftur af stað með hið vinsæla U-2000 mót sem síðast var haldið fyrir sléttum áratug. Undanfarin ár hefur sífellt bæst í flóru viðburða hjá félaginu og er hugmyndin með endurvakningu U-2000 mótanna sú að koma til móts við þá skákmenn sem ekki hafa náð 2000 Elo-stigum og vilja gjarnan spreyta sig í opnu móti þar sem stigamunur á milli keppenda er minni en ella.
Þátttökurétt hafa allir þeir sem hafa minna en 2000 Elo-stig og er þá almennt miðað við alþjóðleg Fide-stig. Tefldar eru sjö umferðir eftir svissneska kerfinu og er umhugsunartími 90 mínútur fyrir alla skákina auk 30 sekúndna sem bætast við eftir hvern leik. Leyfðar eru tvær yfirsetur í umferðum 2-5 sem skal tilkynna fyrir lok umferðarinnar á undan en 1/2 vinningur fæst fyrir yfirsetu. Teflt er einu sinni í viku, á miðvikudagskvöldum kl. 19.30, í Skákhöll félagsins að Faxafeni 12.
Dagskrá
1. umferð: 28. október kl. 19.30
2. umferð: 4. nóvember kl. 19.30
3. umferð: 11. nóvember kl. 19.30
4. umferð: 18. nóvember kl.19.30
5. umferð: 25. nóvember kl. 19.30
6. umferð: 2. desember kl. 19.30
7. umferð: 9. desember kl. 19.30
Tvær yfirsetur leyfðar í umferðum 2-5
Tímamörk
90 mín + 30 sek viðbót eftir hvern leik
Verðlaun
1. sæti kr. 30.000 og sæti í B-flokki Wow-air Vormóts TR 2016
2. sæti kr. 20.000
3. sæti kr. 10.000
Þátttökugjöld
18 ára og eldri kr. 5.000, kr. 3.000 fyrir félagsmenn í TR
17 ára og yngri kr. 2.000, kr. 1.000 fyrir félagsmenn í TR