
Anna Katarina Thoroddsen og Soffía Berndsen.
Í dag hefst Evrópumót ungmenna sem fer fram í Riga, Lettlandi, dagana 20.-29. ágúst. Meðal þátttakenda eru hinar ungu og efnilegu Anna Katarina Thoroddsen og Soffía Berndsen úr Taflfélagi Reykjavíkur en báðar keppa þær í flokki stúlkna sem eru fæddar 2008 og 2009. Alls eru 71 keppandi í þessum aldursflokki en tefldar verða níu umferðir sem allar hefjast klukkan 12 að íslenskum tíma nema sú síðasta sem hefst klukkan 8 að morgni.
Sannarlega spennandi verkefni framundan hjá þessum ungu stúlkum og óskum við þeim góðs gengis á “stóra sviðinu”. Hægt verður að fylgjast með úrslitum á Chess-Results og nánar má lesa um mótið á heimasíðu þess.