Tristan Nash sigurvegari Friðrikssyrpu I, Emilía Embla efst Stúlkna



20250928_160253

Helgina 26-28 september fór fram fyrsta mót í Bikarsyrpuröð Taflfélags Reykjavíkur nú með nýju nafni. Mótið er núna kennt við merkasta skákmann Íslandssögunnar Friðrik Ólafsson en heldur áfram sama fyrirkomulagi. Það var rosa fjör í Faxafeninu alla helgina og fullt af spennandi skákum voru tefldar. Á lokadeginum var mest teflt á 32 borðum sem fyllti TR salinn sem hefur ekki gerst á kappskákmóti í lengri tíma. Mikið var um reynda keppendur en einnig margir að taka sín fyrstu skref á þessum mótum við skákskriftir. Einnig eru nokkrir sem fá sín fyrstu kappskákstig eftir þess helgi.

20250926_181834

Vindum okkur þá að mótinu

Fyrir lokadaginn var Tristan Nash einn efstur með fullt hús. Á eftir honum komu fimm keppendur með 3½ vinning.

Tristan Nash og Tristan Fannar

Tristan Nash og Tristan Fannar

Í morgun umferðinni á sunnudeginum mættust Tristan Nash og Tristan Fannar. Eftir nokkuð spennandi skák lokaðist staðan algjörlega og jafntefli varð niðurstaða. Á öðru borði vann Emilía Embla sína skák við Emil Fenger. Á þriðja borði hélt heppnin að ganga með Anh hai sem vann sína skák gegn Helga Fannari eftir að hafa verið yfirspilaður í byrjun skákarinnar.

mil Fenger og Emilía Embla

Emil Fenger og Emilía Embla

20250928_110931 (1)

Í sjöttu og jafnfram næst síðustu umferð mættust Emilía Embla og Anh Hai á meðan Katrín Ósk mætti Tristani Nash.

Eftir mjög langa skák hafði Anh Hai betur í mislita biskupa endatafli þar sem hann var peði yfir. Tristan Nash vann einnig sína skák.

20250928_133610 (1)

Fyrir lokaumferðina mættust Anh hai og Tristan Nash sem höfðu báðir aðeins leyft jafntefli við Tristan Fannar sem var einnig í topp baráttunni hálfum vinning á eftir.

Anh Hai og Tristan Nash

Anh Hai og Tristan Nash

Í lokaumferðinni sömdu Anh Hai og Tristan Nash óvænt stutt jafntefli og enduðu þeir báðir með 6 vinninga af 7 sem gerði stöðuna aðeins flóknari varðandi næstu sæti.

Tristan Fannar og Emilía Embla

Tristan Fannar og Emilía Embla

Eini sem gat þá náð þeim félögum var Tristan Fannar sem mætti Emilíu Emblu skólasystur sinni úr Rimaskóla í mest spennandi skák umferðarinnar. Eftir að hafa fengið mjög góða stöðu úr byrjunin snérist skákin í höndunum á Emilíu og þá var Tristan kominn með góða sénsa. Eftir smá ónákvæmni snérist skákin aftur um eigendur og Emilía vann skákina sannfærandi í endtaflinu.

Staðan var þá þá þannig að það voru þrír keppendur með 5½ vinning Emilía Embla, Emil Fenger og Óðinn Darri. Emilía var töluvert ofar á oddastigum og fékk fyrir það þriðja sætið í mótinu

Í stúlkna flokki voru það Katrín Ósk og Likhithasri sem unnu báðar sínar skákir í lokaumferðinni og enduðu báðar með 5 vinninga. Katrín Ósk var með töluvært hærri oddastig og fékk fyrir það annað sætið

Úrslit eftir 7.umferðir

Úrslit eftir 7.umferðir

Anh Hai, Tristan Nash, Emilía

Anh Hai, Tristan Nash, Emilía

🥇Tristan Nash Alguno Openia 6 (31)

🥈Anh Hai Tran 6 (29)

🥉 Emilía Embla B. Berglindardóttir 5½

Likhithasri, Emilía Embla, Katrín Ósk

Likhithasri, Emilía Embla, Katrín Ósk

🥇Emilía Embla B. Berglindardóttir 5½

🥈Katrín Ósk Tómasdóttir 5 (30)

🥉Likhithasri Sathiyaraj 5 (25½)

Taflfélag Reykjavíkur vill þakka keppendum fyrir þátttöku á mótinu og vonast til að sjá sem flesta á næsta móti sem verður helgina 24-26.október. Dagskráin fyrir það mót verður auglýst á næstu dögum

Hægt er að sjá lokastöðu mótsins á úrslitasíðu mótsins á Chess-results: Friðrikssyrpa T.R I



About Daði Ómarsson

Skák kennari og dómari hjá Taflfélagi Reykjavíkur.