TR-ingar að tafli á Skákþingi Íslands 2008



Í kvöld var Skákþing Íslands sett með glæsibrag.  Að þessu sinni taka 10 félagsmenn Taflfélags Reykjavíkur þátt í áskorendaflokki og 4 í landsliðflokki en alls eru keppendur 29 í áskorendaflokki og 12 í landsliðsflokki.

TR-ingar unnu flestir sínar skákir í fyrstu umferðinni en af helstu úrslitum má nefna að Guðmundur Kjartansson lagði alþjóðlega meistarann Stefán Kristjánsson í landsliðsflokki og Geirþrúður Anna Guðmundsdóttir gerði jafntefli við Hörð Garðarsson í áskorendaflokki.

Skákþing Íslands 2008