Torfi Leósson hafði nokkuð öruggan sigur á fjölmennasta Þriðjudagsmótinu til þessa á árinu. Af þeim 40 þátttakendum sem mættu til leiks voru, eftir 3. umferð, fimm enn með fullt hús en þegar ein umferð var eftir voru tveir enn í þeirri stöðu, Torfi og Kristófer Orri Guðmundsson. Í úrslitaskákinni þeirra á milli (sjá mynd), missteig Kristófer sig í byrjuninni og sá ekki mjög mikið til sólar eftir það. Enn og aftur er ánægjuefni hvað margir stigalausir mættu til leiks, en margir þeirra munu fyrr en síðar fá stig með þessu áframhaldi. Torfi hreppti þannig 1. sætið en Kristófer varð nr. 2, efstur sex keppenda með fjóra vinninga. Gjafabréf fyrir úttekt í Skákbúðinni fengu Torfi sem sigurvegari en einnig Ólafur Örn Ólafsson í 8. sæti fyrir bestan árangur miðað við frammistöðustig.
Önnur úrslit og lokastöðu má annars sjá hér.
Næsta atskákmót verður þriðjudagskvöldið 7. febrúar og hefst að venju kl. 19:30 í Skákhöll TR í Faxafeni. Tefldar eru fimm umferðir, tímamörk eru 105 mínútur með 5 sekúndna viðbótartíma.