Þrír efstir og jafnir á laugardagsæfingu



Skákæfingin síðasta laugardag hófst með því að Sævar Bjarnason, alþjóðlegur meistari, var með skákskýringu fyrir alla viðstadda. Þar á eftir voru tefldar fjórar umferðir eftir Monradkerfi. Úrslit urðu sem hér segir: 

1-3 : Vilhjálmur Þórhallsson, Kristófer Þór Pétursson og Þorsteinn Freygarðsson, allir með 3 vinninga  af 4

4: Ólafur Örn Ólafsson með 2 ½ vinninga

5-7: Figgi, Hróðný Rún og Mariam með 2 vinninga

8: María Ösp með 1 ½ vinning

9-10: Markús Máni og Guðni Stefánsson með 1 vinning

 

Eins og áður hefur verið sagt frá, fá krakkarnir stig fyrir ástundun og árangur á laugardagsæfingunum.

Stigin standa núna eftir fimm laugardagsæfingar:

1. Vilhjálmur Þórhallsson 12 stig

2. Mariam Dalia Ómarsdóttir 8 stig 

3. Stefanía Stefánsdóttir 7 stig

4-6. Veronika Steinunn Magnúsdóttir,  Jósef Ómarsson, Ólafur Örn Olafsson  5 stig

7- 14. Eiríkur Örn Brynjarsson, Friðrik Þjálfi Stefánsson, Samar e Zahida, Kristófer Þór Pétursson, Þorsteinn Freygarðsson, Figgi Truong, Hróðný Rún Hölludóttir, María Ösp Ómarsdóttir   4 stig

15. Guðni Stefánsson 3 stig

16-18. Yngvi Stefánsson, Kristín Viktoría Magnúsdóttir, Maria Zahida, 2 stig

19. Eiríkur Elí Eiríksson, Markús Máni 1 stig

 

Umsjónarmaður var Magnús Kristinsson.

Verið velkomin næsta laugardag kl. 14-16!