Atskákmót hjá TR í kvöld. Tefldar eru fimm skákir og tímamörkin eru 10 mínútur á skákina að viðbættum 5 sekúndum á hvern leik. Teflt er í einum flokki. Mótin eru öllum opin og reiknuð til alþjóðlegra atskákstiga. Teflt er í félagsheimili TR, Faxafeni 12 og taflmennskan hefst stundvíslega klukkan 19:30. Það þarf ekki að skrá sig fyrirfram, nóg að mæta á staðinn. Umsjón með mótunum hafa þeir Arnar Ingi Njarðarson og Kristófer Orri Guðmundsson.
Þátttökugjald eru eftirfarandi:
Félagsmenn TR 18 ára og eldri: 500kr.
Félagsmenn TR 17 ára og yngri: Ókeypis
Utanfélagsmenn 18 ára og eldri: 1000kr.
Utanfélagsmenn 17 ára og yngri: 500kr.
Utanfélagsmenn: 10 skipta klippikort: 7500kr.
Veitt eru verðlaun, 3000 króna inneign í Skákbúðina, fyrir sigurvegara mótsins, og fyrir bestan árangur miðað við eigin stig (rating performance).
Þriðjudagsmót eru alltaf haldin, nema eftirfarandi daga árið 2025:
Þriðjudaginn 8. apríl fellur mót niður vegna Harpa blitz.
Þriðjudaginn 25. nóvember vegna Atskákkeppni taflfélaga
Þriðjudaginn 16. desember vegna Atskákmóts Reykjavíkur
Þriðjudaginn 23. desember fellur mót niður.
Taflfélag Reykjavíkur Elsta og virkasta skákfélag landsins