Á dögunum fór fram í annað sinn mót í Stykkishólmi, sem kennt er við Árna Helgason, en hann var heiðursborgari þar í bæ og er mótið haldið á afmælisdegi hans. Keppendur eru grunnskólabörn hvaðanæva að og var mótið í ár mjög vel skipað 90 börnum.
12 krakkar úr Taflfélagi Reykjavíkur voru á meðal keppenda og stóðu þau sig hreint útsagt frábærlega þar sem Birkir Karl Sigurðsson (1448) sigraði með fullu húsi vinninga eða 6 vinningum og félagarnir, Örn Leó Jóhannsson (1745) og Páll Andrason (1604), komu jafnir í 2.-3. sæti með 5,5 vinning. Glæsilega gert hjá þeim félögum sem hafa verið iðnir við kolann hvað skákina varðar undanfarin misseri.
Stjórn T.R. óskar þeim til hamingju með glæsilegan árangur.
Eins og fyrr segir stóðu allir fulltrúar T.R. sig með prýði og gaman er að segja frá því að börnin hafa verið mjög dugleg að mæta á laugardagsæfingar félagsins. Hér að neðan má sjá nöfn TR-inganna ásamt árangri þeirra en tefldar voru sex umferðir.
Sæti | Nafn | Ísl. stig | Fide stig | Félag – Skóli | Vinningar |
1 | Sigurdsson Birkir Karl | 1448 | 1420 | TR – Salaskóli | 6 |
2 | Johannsson Orn Leo | 1745 | 1630 | TR – Laugalækjarskóli | 5,5 |
3 | Andrason Pall | 1604 | 1620 | TR – Salaskóli | 5,5 |
12 | Jonsson Gauti Pall | 0 | 0 | TR – Grandaskóli | 4,5 |
21 | Petersen Jakob A | 0 | 0 | TR – Árbæjarskóli | 4 |
26 | Magnusdottir Veronika Steinunn | 0 | 0 | TR – Melaskóli | 4 |
41 | Kolica Donika | 0 | 0 | TR – Hólabrekkuskóli | 3 |
42 | Fridriksson Rafnar | 0 | 0 | TR – Laugalækjarskóli | 3 |
47 | Stefansson Vignir Vatnar | 0 | 0 | TR – Lækjarskóli | 3 |
51 | Ferreira Gabriela Iris | 0 | 0 | TR – Hólabrekkuskóli | 3 |
60 | Franklinsson Hnikar Bjarmi | 0 | 0 | TR – Áltamýrarskóli | 2,5 |
86 | Darradottir Gudrun Helga | 0 | 0 | TR – Hólabrekkuskóli | 1 |
Hér er að finna öll úrslit úr mótinu.