Þorvarður og Hjörvar sigurvegarar Skeljungsmótsins



Þorvarður Fannar Ólafsson (2182) sigraði á Skeljungsmótinu 2009 – Skákþingi Reykjavíkur.  Þorvarður vann Atla Frey Kristjánsson (2105) í níundu og síðustu umferðinni sem fram fór í kvöld og hlaut því 7,5 vinning.  Jafn Þorvarði með 7,5 vinning var Hjörvar Steinn Grétarsson (2279) sem sigraði Lenku Ptacnikovu (2249), en Þorvarður varð hærri á stigum en aðeins einu stigi munaði.

Þar sem Þorvarður er búsettur utan Reykjavíkur og ekki félagsmaður í Taflfélagi Reykjavíkur er Hjörvar Steinn skákmeistari Reykjavíkur 2009.  Jöfn með 6,5 vinning í 3-4. sæti urðu Lenka og Ingvar Þór Jóhannesson (2345).

  • Sigurvegari: Þorvarður Fannar Ólafsson 7,5 v
  • Skákmeistari Reykjavíkur: Hjörvar Steinn Grétarsson 7,5 v
  • Besti árangur undir 2000 stigum: Páll Sigurðsson, Patrekur Maron Magnússon 5,5 v
  • Besti árangur undir 1800 stigum: Birgir Rafn Þráinsson 5,5 v
  • Mesta stigahækkun: Sigríður Björg Helgadóttir 31 stig, Þorvarður F. Ólafsson 30 stig, Dagur Kjartansson 28 stig
  • Chess-Results (lokastaða)
  • Heimasíða mótsins (skákir, pistlar o.fl.)
  • Formaður TR, Óttar Felix Hauksson, gerir mótið upp