Jólahraðskákmót Taflfélags Reykjavíkur verður haldið þriðjudaginn 29. desember kl. 19.30. Tefldar verða 2×7 umferðir með 5 mínútna umhugsunartíma. Mótið fer fram í húsnæði T.R. að Faxafeni 12. Þátttökugjald er kr. 500 en frítt fyrir 15 ára og yngri. Verðlaun fyrir þrjú efstu sætin. Sigurvegari síðasta árs var Oliver Aron Jóhannesson. Hlökkum til að sjá ykkur!
Lesa meira »Tag Archives: hraðskák
Hraðskákmót TR fer fram sunnudaginn 18. október
Hraðskákmót Taflfélags Reykjavíkur verður haldið í húsnæði félagsins að Faxafeni 12 sunnudaginn 18. október kl. 14:00. Tefldar verða 2×7 umferðir eftir Swiss kerfi og er umhugsunartími 5 mínútur á skák. Mótið er jafnan vel sótt, en fjörutíu þátttakendur voru með í fyrra. Þátttökugjald kr 500 fyrir 16 ára og eldri, en frítt fyrir 15 ára og yngri. Verðlaun fyrir þrjú efstu sætin. Að loknu ...
Lesa meira »Júlíus Hraðskákmeistari öðlinga
Júlíus L. Friðjónsson sigraði á Hraðskákmóti öðlinga sem fór fram í gær og er því Hraðskákmeistari öðlinga 2015. Athygli vekur að Júlíus er sjöundi skákmaðurinn sem hlýtur titilinn á jafnmörgum árum. Júlíus var í forystu allan tímann og setti tóninn í þriðju og fjórðu umferð þegar hann lagði helstu keppinauta sína, þá Þorvarð Ólafsson og Pálma Pétursson. Þegar upp var staðið hafði hann ...
Lesa meira »