Taflfélag Reykjavíkur Íslandsmeistarar Skákfélaga 2022!



tra

TR varð um helgina Íslandsmeistar Skákfélaga 2021-2022 með sögulegum sigri í hinni nýstofnuðu úrvalsdeild! Glæsilegur og verðskuldaður árangur!

Nánari skil verða gerð mótinu í Tímaritinu Skák sem kemur út í apríl, og pistill um árangur einstakra TR liða og félagsmanna verður birtur hér á heimasíðunni á næstu dögum.

TR sendi sjö lið til leiks, langflest allra félaga. B liðið heldur sínu sæti í 1. deild og C liðið heldur sínu sæti í 2. deild. D liðið vann glæastan sigur í 3. deild og kemst því upp í 2. deild og verður þar ásamt C liðinu í haust. E liðið lenti í 2. sæti í 4. deild og teflir því í 3. deild í haust.

F og G liðin stóðu sig vel í 4. deildinni.

Á myndinni má sjá hluta af liðsmönnum TR-A, Íslandsmeistarar 2022! Myndina tók Þorsteinn Magnússon. Liðsstjóri var Ríkharður Sveinsson og eftirfarandi skákmenn tefldu með A-liðinu:

GM Guðmundur Kjartansson og GM Helgi Áss Grétarsson 10 skákir

FM Ingvar Þór Jóhannesson 8 skákir

GM Þröstur Þórhallsson og CM Bárður Örn Birkisson 7 skákir

GM Oleksandr Sulypa (Úkraína) og GM Mykhaylo Oleksiyenko (Úkraína) 5 skákir

FM Mikkel Manosri Jacobsen (Danmörk) 5 skákir

Björgvin Víglundsson 4 skákir

GM Margeir Pétursson, IM Karl Þorsteins, Omar Salama og Daði Ómarsson: 3 skákir

Alexander Oliver Mai, Þorvarður Fannar Ólafsson og Árni Ármann Árnason: 2 skákir

FM Magnús Örn Úlfarsson: 1 skák