Taflfélag Reykjavíkur mætti ofjarli sínum þegar það beið lægri hlut fyrir Taflfélagi Bolungarvíkur í undanúrslitum hraðskákkeppni taflfélaga sem fram fóru í Faxafeninu síðastliðið miðvikudagskvöld. Leikar fóru þannig að Bolungarvík vann 48,5-23,5 en í hálfleik var staðan 27-9.
Hinn grjótharði hraðskáksnillingur, Arnar E. Gunnarsson, stóð sig best T.R.-inga með 8 vinninga af 12 en Bragi Þorfinnsson stóð sig best hjá Bolvíkingum og nældi í 7,5 vinning af 12.
Liðskipan og árangur:
T.R.
- Arnar E. Gunnarsson 8 v. af 12
- Guðmundur Kjartansson 7½ v. af 12
- Sigurður Daði Sigfússon 4 v. af 12
- Snorri Bergsson 3 v. af 12
- Bergsteinn Einarsson ½ v. af 6
- Benedikt Jónasson ½ v. af 9
- Kristján Örn Elíasson 0 v. af 3
- Björn Þorsteinsson 0 v. af 6
Bolungarvík:
- Bragi Þorfinnsson 11 v. af 12
- Þröstur Þórhallsson 10½ v. af 12
- Stefán Kristjánsson 8 v. af 12
- Jón Viktor Gunnarsson 5 v. af 9
- Elvar Guðmundsson 4½ v. af 6
- Magnús Pálmi Örnólfsson 4½ af 12
- Halldór Grétar Einarsson 4 v. af 6
- Guðmundur Daðason 1 v. af 3
Í hinni undanúrslitaviðureigninni sigraði Taflfélagið Hellir Skákfélag Akureyrar örugglega 54,5-17,5.
Hellir og Bolungarvík tefla til úrslita þann 11. september nk og fer viðureignin fram í Bolungarvík samhliða landliðsflokki í Skákþingi Íslands.