Sverrir Sigurðsson sigraði á síðastliðnu fimmtudagsmóti með 8,5 vinning úr 9 umferðum. Í 2. sæti var Kristján Örn Elíasson með 8 vinninga og Jon Olav Fivelstad fékk 6,5 vinning í 3 sæti. Allt leit út fyrir að Kristján myndi sigra á þriðja mótinu í röð en hann var með fullt hús vinninga þegar hann mætti Sverri, sem var hálfum vinningi á eftir, í síðustu umferðinni. Sverrir hafði þar sigur eftir að Kristján lék af sér manni og skaust þar með upp í efsta sætið. Einnig má geta þess að Pétur sigraði Björgvin nokkuð örugglega í skák þeirra félaganna. Aðeins 10 þátttakendur voru að þessu sinni og kepptu allir við alla 7 mínútna skákir.
Lokastaðan:
1 Sverrir Sigurðsson, 8.5
2 Kristján Örn Elíasson, 8
3 Jon Olav Fivelstad, 6.5
4 Þórir Benediktsson, 6
5 Jón Gunnar Jónsson, 5.5
6-7 Hjálmar Sigurvaldason, 3
Finnur Kr. Finnsson, 3
8 Ari Húnbogason, 2
9 Björgvin Kristbergsson, 1.5
10 Pétur Jóhannesson, 1