Sveitir T.R. stóðu sig vel í fyrri hluta Íslandsmótsins



Fyrri hluti Íslandsmóts skákfélaga 2009-2010 fór fram um síðastliðna helgi.  Líkt og undanfarin ár var teflt í Rimaskóla og var skipulag og aðstaða til fyrirmyndar eins og búast mátti við.  Um 350 skákmenn öttu kappi í fjórum deildum sem hver telur 8 skáksveitir utan þeirrar fjórðu sem að þessu sinni telur 32 sveitir.  Í þremur efstu deildunum tefla allar sveitir innbyrðis en teflt er eftir svissneska kerfinu í þeirri fjórðu.  Í fyrstu deild er hver sveit skipuð átta skákmönnum en sex skákmenn skipa sveitir annarra deilda.  Seinni hluti Íslandsmótsins fer fram í vor, dagana 5.-6. mars.

En þá að þátttöku T.R. og árangri félagsins í fyrri hlutanum.  Að þessu sinni sendir félagið sex sveitir til leiks, einni meira en í fyrra.  a-sveitin teflir í 1. deild, b-sveitin í 2. deild, c-sveitin í 3. deild og d- e- og f-sveitirnar í þeirri 4.

Eftir fyrri hlutann er a-sveitin með 17,5 vinning í fimmta sæti eftir þrjá sigra og eitt tap.  Í fyrstu umferð sigraði sveitin a-sveit Taflfélags Vestmannaeyja nokkuð óvænt 5-3 en fjórir stórmeistarar tefla fyrir Eyjamenn og voru þeir mun hærri á stigum á efstu borðum og TR-ingar voru einungis hærri á þremur þeirra.  Guðmundur Kjartansson (2413) lagði m.a. stórmeistarann, Michael Hoffmann (2513), og sagnfræðingurinn, Snorri G. Bergsson (2338), gerði jafntefli við stórmeistarann, Sebastien Maze (2515), en sá tefldi einmitt fyrir T.R. í fyrra.

Í annari umferð mætti a-sveitin sterkustu sveit keppninnar, Íslandsmeisturunum í Taflfélagi Bolungarvíkur, en henni er af mörgun spáð sigri í ár.  Viðureignin tapaðist 5,5-2,5, sem teljast afar ásættanleg úrslit í ljósi þess að sveit Bolungarvíkur telur m.a. þrjá stórmeistara og fjóra alþjóðlega meistara.  Að auki var áttunda borð T.R. manna autt vegna misskilnings og því var sú viðureign sjálfkrafa töpuð.  Úrslit á efstu borðum voru eftirtektarverð en þar lagði stórmeistarinn, Mikhail M. Ivanov (2459), sem að þessu sinni teflir fyrir T.R., stórmeistarann, Normunds Miezis (2558), með svörtu.  Alþjóðlegi meistarinn, Arnar Gunnarsson (2443), gerði jafntefli við stórmeistarann, Jóhann Hjartarson (2596), og fyrrnefndur Snorri G. Bergsson gerði jafntefli við stórmeistarann, Þröst Þórhallsson (2433).  Sveit Bolungarvíkur var mun hærri á stigum á öllum borðum.

Í þriðju umferð voru andstæðingarnir b-sveit Taflfélagsins Hellis, en henni er af mörgum spáð falli úr fyrstu deild enda önnur af tveim b-sveitum sem í fyrstu deildinni tefla.  Nokkuð góður 5-3 sigur vannst, sem þó hefði átt að vera stærri miðað við styrkleikamun og töpuðust t.d. viðureignirnar á efstu tveim borðunum 1,5-0,5.

Í fjórðu og síðustu umferð fyrri hlutans vann a-sveitin góðan 5-3 sigur á sterkri a-sveit Fjölnismanna.  Aftur vann Ivanov, nú stórmeistarann, Héðinn Steingrímsson (2540), og Arnar gerði jafntefli við stórmeistarann, Emanuel Berg (2616).  Aðeins tapaðist ein skák í þessari viðureign.

Sem fyrr segir er a-sveitin í fimmta sæti og er aðeins þremur vinningum á eftir forystusauðunum í a-sveit Eyjamanna.

Staðan í fyrstu deild:

Rk. SNo Team Team Games   +   =   – TB1 TB2 TB3
1 6 TV a TV a 4 3 0 1 20,5 6 3437
2 7 Bolungarvík a Bolungarvík a 4 3 0 1 20,0 6 3203
3 5 Haukar a Haukar a 4 2 1 1 19,5 5 3277
4 8 Hellir a Hellir a 4 2 1 1 19,0 5 3065
5 3 TR a TR a 4 3 0 1 17,5 6 2891
6 2 Fjölnir a Fjölnir a 4 1 0 3 14,5 2 2478
7 1 Hellir b Hellir b 4 1 0 3 11,5 2 1868
8 4 Haukar b Haukar b 4 0 0 4 5,5 0 901

Fyrir a-sveitina tefldu:

  • GM Mikhail M Ivanov 2459
  • IM Arnar Gunnarsson 2443
  • FM Guðmundur Kjartansson 2413
  • FM Snorri G. Bergsson 23384
  • FM Sigurður Daði Sigfússon 2335
  • Hrafn Loftsson 2259
  • Sigurður Páll Steindórsson 2216
  • Bergsteinn Einarsson 2210
  • Björn Þorsteinsson 2229

b-sveitin kom nokkuð á óvart í 2. deildinni og er á mikilli siglingu eftir að ljúka fyrri hlutanum í öðru sæti með 16,5 vinning en sveitin vann þrjár viðureignir og gerði jafntefli í einni.  Aðeins munar 2 vinningum á b-sveitinni og a-sveit Akureyrar sem leiðir.  Í fyrstu umferð gerði sveitin 3-3 jafntefli við a-sveit KR en þar var um að ræða mjög jafna viðureign hvað styrkleika varðar.

Í annari umferð vannst glæsilegur 5-1 sigur á sterkri b-sveit Bolungarvíkur en liðsmenn hennar voru stigahærri á öllum borðum utan eins og var henni spáð sigri í deildinni.

Þriðja umferðin var öllu jafnari þar sem naumur 3,5-2,5 sigur vannst á a-sveit Taflfélags Garðabæjar.  b-sveitin lauk svo keppni í fyrri hlutanum með auðveldum 5-1 sigri á c-sveit Hellis.

Staðan í annari deild:

Rk. SNo Team Games   +   =   – TB1 TB2 TB3
1 1 SA a 4 3 0 1 18,5 6 1518
2 6 TR b 4 3 1 0 16,5 7 1319
3 3 KR a 4 3 1 0 14,5 7 1210
4 7 SR a 4 2 0 2 13,0 4 1069
5 4 Bolungarvík b 4 1 0 3 10,0 2 831
6 2 TA 4 1 1 2 8,5 3 672
7 5 TG a 4 1 0 3 8,5 2 709
8 8 Hellir c 4 0 1 3 6,5 1 512

Fyrir b-sveitina tefldu:

  • Björn Þorsteinsson 2229
  • Júlíus L. Friðjónsson 2216
  • Daði Ómarsson 2099
  • Torfi Leósson 2151
  • Ríkharður Sveinsson 2159
  • Kristján Örn Elíasson 1982
  • Halldór Pálsson 1947
  • Björn Jónsson 2035
  • Þórir Benediktsson 1920

c-sveitin kom verulega á óvart í þriðju deildinni en henni hafði verið spáð um miðbik deildarinnar.  Að loknum fyrri hlutanum er sveitin í öðru sæti með 16,5 vinning, 2,5 vinningi á eftir efstu sveitinni, Mátum.  Þrír sigrar unnust ásamt einu jafntefli.

Í fyrstu og annari umferð unnust öruggir 4,5-1,5 sigrar á b-sveit Garðabæjar annarsvegar og c-sveit Hauka hinsvegar.  3-3 jafntefli gegn d-sveit Hellis varð niðurstaðan í þriðju umferð en í þeirri fjórðu vannst mjög góður 4,5-1,5 sigur gegn c-sveit Bolungarvíkur sem var spáð sigri í deildinni.  c-sveitin á erfitt verk fyrir höndum í seinni hlutanum en þá mætir hún Mátum, b-sveit Skákfélags Akureyrar og a-sveit Selfoss.

Staðan í þriðju deild:

Rk. SNo Team Games   +   =   – TB1 TB2 TB3
1 7 Mátar 4 4 0 0 19,0 8 1564
2 8 TR c 4 3 1 0 16,5 7 1345
3 4 SA b 4 3 0 1 14,0 6 1124
4 3 Selfoss a 4 2 0 2 11,5 4 981
5 6 Bolungarvík c 4 1 1 2 10,5 3 841
6 1 TG b 4 1 0 3 9,0 2 764
7 2 Hellir d 4 0 1 3 8,5 1 656
8 5 Haukar c 4 0 1 3 7,0 1 565

Fyrir c-sveitina tefldu:

  • Frímann Benediktsson 1950
  • Halldór Pálsson 1947
  • Þórir Benediktsson 1920
  • Matthías Pétursson 1917
  • Vilhjálmur Pálmason 1915
  • Brynjar Þór Níelsson
  • Eggert Ísólfsson
  • Gunnar Finnsson
  • Óttar Felix Hauksson 1772
  • Aron Ingi Óskarsson 1844

Eins og fyrr segir tefla d- e- og f-sveitir T.R. í fjórðu deildinni.  d- og e-sveitin eru jafnar í 18.-19. sæti með 11,5 vinning en f-sveitin er neðar, eða í 28. sæti með 8 vinninga.  Það er rétt að geta þess að f-sveitin var ekki alltaf fullmönnuð.  a-sveit Víkingaklúbbsins leiðir með 17,5 vinning en fjórar skáksveitir koma næstar með 17 vinninga.

Viðureignir d-sveitarinnar:

  1. SA-c – TR-d 2,5-3,5
  2. TR-d – TV-b 1,5-4,5
  3. Siglufjörður – TR-d 4-2
  4. TR-d – Sauðárkrókur 4,5-1,5

Fyrir d-sveitina tefldu:

  • Aron Ingi Óskarsson 1844
  • Gunnar Finnsson
  • Óttar Felix Hauksson 1772
  • Sigurlaug Regína Friðþjófsdóttir 1788
  • Atli Antonsson
  • Friðrik Þjálfi Stefánsson 1694
  • Agnar Darri Lárusson 1752
  • Jón Einar Karlsson
  • Páll Andrason 1550
  • Örn Leó Jóhannsson 1728
  • Eiríkur Örn Brynjarsson 1648
  • Bjarni Magnússon 1856

Viðureignir e-sveitarinnar:

  1. H-TG – TR-e 0,5-5,5
  2. TR-e – SSON-b 1,5-4,5
  3. KR-e – TR-e 4-2
  4. TR-e – TV-c 2,5-3,5

Fyrir e-sveitina tefldu:

  • Jón Einar Karlsson
  • Páll Andrason 1550
  • Örn Leó Jóhannsson 1728
  • Eiríkur Örn Brynjarsson 1648
  • Birkir Karl Sigurðsson
  • Alexander Már Brynjarsson
  • Georg Páll Skúlason
  • Björgvin Kristbergsson
  • Pétur Jóhannesson
  • Vilhjálmur Þórhallsson
  • Ingi Þór Hafdísarson

Viðureignir f-sveitarinnar:

  1. KR-e – TR-f 6-0
  2. TR-f – Ósk 3-3 (þrjú borð auð hjá T.R.)
  3. UMFL – TR-f 4-2
  4. Hellir-f – TR-f 3-3

Fyrir f-sveitina tefldu:

  • Ingi Þór Hafdísarson
  • Björgvin Kristbergsson
  • Eyjólfur Emil Jóhannsson
  • Pétur Jóhannesson
  • Vilhjálmur Þórhallsson
  • Jóhann Karl Hallsson
  • Kristján H. Pálsson
  • Birta Marlen Lamm
  • Gunnlaugur Karlsson
  • Freyr Magnússon
  • Sverrir Kristjánsson

Stöðu, úrslit og margt margt fleira má nálgast á Chess-Results.

Einnig hefur formaður T.R. sent frá sér pistil um Íslandsmótið.  Hann má finna hér.