Haldin verða hraðskákmót í hádeginu á sunnudögum einu sinni í mánuði ef vel gengur! Tefldar verða 7. umferðir með tímamörkunum 5+3. Þá eru 5 mínútur á mann og 3 sekúndur bætast við hvern leik. Áætla má að mótin verði um tvær klukkustundir, standi frá 12:00-14:00.
Teflt er í einum flokki. Mótin eru öllum opin og reiknuð til alþjóðlegra hraðskákstiga. Teflt er í félagsheimili TR, Faxafeni 12 og taflmennskan hefst stundvíslega klukkan 12:00. Það þarf ekki að skrá sig fyrirfram, nóg að mæta á staðinn.
Dagskrá sunnudagshraðskákmótanna:
Mót 2
-
sunnudaginn 27. júlí
Mót 3
-
sunnudaginn 24. ágúst
Þátttökugjöld:
Félagsmenn TR 18 ára og eldri: 500kr.
Félagsmenn TR 17 ára og yngri: Ókeypis
Utanfélagsmenn 18 ára og eldri: 1000kr.
Utanfélagsmenn 17 ára og yngri: 500kr.
Utanfélagsmenn: 10 skipta klippikort: 7500kr.
Veitt eru verðlaun fyrir sigurvegara mótsins, og fyrir bestan árangur miðað við eigin stig (rating performance).