Sumargleði á skáknámskeiðum TR



Sumarnámskeið Taflfélags Reykjavíkur hófust í þessari viku. Mikil gleði hefur ríkt á meðal barnanna enda er fátt skemmtilegra en að tefla í góðra vina hópi. Það er jafnframt mikið gleðiefni að kynjahlutföll þessa vikuna voru jöfn.

Image-1

Börnin tefla mikið hvert við annað en á milli skáka eru stuttar kennslustundir. Börnin fá jafnframt einstaklingsmiðaða leiðsögn eftir styrkleika hvers og eins. Hið margrómaða hasarfjöltefli hefur slegið í gegn hjá börnunum en þá eru skákreglur mun frjálslegri en gengur og gerist. Svo er hin daglega hressing alltaf vinsæl.

Image

Námskeið 3 og 4 hefjast á mánudag í næstu viku. Skáksalur TR rúmar stóran hóp barna og því nóg pláss fyrir öll þau börn sem vilja taka þátt í sumargleði TR.

Skráning á námskeiðin fer fram hér.