Sumardagskrá Taflélags Reykjavíkur



Taflfélag Reykjavíkur mun halda þónokkur skákmót yfir sumarmánuðina í félagsheimilinu Faxafeni 12, en þó er dagskráin ekki jafn stíf og yfir veturinn. Til að mynda verða þriðjudagsmótin hálfsmánaðarleg en ekki vikuleg í júní til ágúst. Einhver mót geta þó bæst við, til dæmis útimót. Svo verða nokkur skemmtileg mót haldin annars staðar en í félagsheimilinu. Öll mótin eru opin öllum.

Dagskráin:

25. maí, þriðjudagur: Þriðjudagsmót haldið klukkan 19:30. 4 umferðir með tímmörkunum 15+5. Faxafen 12. 

31. maí, mánudagur: Meistaramót Truxva haldið klukkan 19:30. 11 umferðir með tímamörkunum 3+2. Faxafen 12. 

1. júní, þriðjudagur: Þriðjudagsmót  haldið klukkan 19:30. 4 umferðir með tímmörkunum 15+5. Faxafen 12. 

3. júní, fimmtudagur: Æfingarkappskák haldin klukkan 19:30. Ein óreiknuð kappskák, skráningarform sett upp fljótlega. Faxafen 12. 

11.-13. júní, föstudagur til sunnudags: Þriðja Brim-mótið, atskák og kappskák. Faxafen 12. 

15. júní, þriðjudagur: Þriðjudagsmót  haldið klukkan 19:30. 4 umferðir með tímmörkunum 15+5. Faxafen 12. 

29. júní, þriðjudagur: Þriðjudagsmót  haldið klukkan 19:30. 4 umferðir með tímmörkunum 15+5. Faxafen 12.

1. júlí, fimmtudagur: Æfingarkappskák haldin klukkan 19:30. Ein óreiknuð kappskák. Faxafen 12.

11. júlí, sunnudagur. Viðeyjarmótið haldið í Viðeyjarstofu klukkan 14. Mótið er haldið í samstarfi við Miðbæjarskák og Borgarsögusafn Reykjavíkur. 7 umferðir með tímamörkunum 4+2. Auglýsing mótsins.

13. júlí, þriðjudagur: Þriðjudagsmót  haldið klukkan 19:30. 4 umferðir með tímmörkunum 15+5. Faxafen 12.

27. júlí, þriðjudagur: Þriðjudagsmót  haldið klukkan 19:30. 4 umferðir með tímmörkunum 15+5. Faxafen 12.

5. ágúst, fimmtudagur: Æfingarkappskák haldin klukkan 19:30. Ein óreiknuð kappskák. Faxafen 12.

10. ágúst, þriðjudagur: Þriðjudagsmót  haldið klukkan 19:30. 4 umferðir með tímmörkunum 15+5. Faxafen 12.

15. ágúst, sunnudagur.  Árbæjarsafnsmótið haldið klukkan 14 á Árbæjarsafninu. 7 umferðir með tímamörkunum 4+2.

17. ágúst, þriðjudagur. Borgarskákmótið haldið klukkan 16 í Ráðhúsi Reykjavíkur. Taflfélag Reykjavíkur og Skákfélagið Huginn halda mótið. 7 umferðir með tímamörkunum 4+2.

Einnig viljum við auglýsa Sumarmótaröð Reykjavíkur, en í þeirri mótaröð er einnig Mjóddarmótið sem Skáksambandið heldur, laugardaginn 26. júní. Taflfélagið kemur að hinum mótunum þremur, Viðeyjarmótinu, Árbæjarsafnsmótinu, og Borgarskákmótinu.