Taflfélag Reykjavíkur var stofnað 6. október árið 1900 og er því eitt elsta íþróttafélag landsins. Starfsemi félagsins hefur verið óslitin í vel á aðra öld og er stefna þess að halda úti öflugu starfi fyrir alla aldurshópa og öll getustig í skák.
Með dyggum stuðningi félagsmanna ásamt öflugum bakhjörlum er félaginu kleift að bjóða upp á skákkennslu og þjálfun.
Barna- og unglingastarf Taflfélags Reykjavíkur hefur ekki bara skapað marga af sterkustu skákmeisturum þjóðarinnar, heldur einnig skemmtilegt áhugamál fyrir iðkendur okkar út allt lífið: Allir geta teflt á jafnréttisgrundvelli! Á vikulegum skákmótum félagsins eru rúm 80 ár á milli elstu og yngstu þátttakendanna! Félagið heldur um 150 skákmót árlega.
Í Taflfélagi Reykjavíkur ríkir öflug liðsheild sem skín skærast þegar félagið sendir fjölda liða til leiks á Íslandsmót skákfélaga ár hvert en undanfarin ár hefur TR sent flest liða til leiks. Viðamikið og metnaðarfullt grasrótarstarf gerir það að verkum að við njótum þeirra forréttinda að geta sent fjölda barnaliða á Íslandsmótið þar sem yngsta kynslóðin heldur uppi merkjum félagsins og öðlast dýrmæta reynslu. Í gegnum tíðina höfum við í TR verið þeirrar gæfu aðnjótandi að geta leitað í hóp okkar öflugu félagsmanna til að tefla fyrir hönd félagsins.
Komdu og taktu þátt í skemmtilegu starfi með okkur. Hjálpaðu okkur að gera gott skákfélag enn betra. Við þökkum þér fyrir stuðninginn og hlökkum til að vinna með þér!
Reikningsnúmer:
0101-26-640269
Kt: 640269-7669