Stórmót Árbæjarsafns og Taflfélags Reykjavíkur fer fram sunnudaginn 15. ágúst. Teflt verður í Árbæjarsafni og hefst taflið kl. 14. Tefldar verða 7 umferðir með umhugsunartímanum 7 mín. á skák. Á undan, eða kl.13, fer fram lifandi tafl, en lifandi taflið er fyrir löngu orðinn árviss og skemmtilegur viðburður í dagatali skákmanna. Veitt verða verðlaun fyrir þrjú efstu sætin í Stórmótinu, 10.000 kr., 5.000 kr. og 3.000 kr. Þátttökugjöld í Stórmótinu eru kr.600 fyrir 18 ára og eldri, en ókeypis fyrir yngri en 18 ára og eru þátttökugjöld jafnframt aðgangseyrir í safnið. Ekkert kostar að taka þátt í Stórmótinu fyrir þá sem taka þátt í lifandi taflinu. Enn eru laus pláss í lifandi taflinu og leika peð, riddara, biskup, hrók, kóng eða drottningu. Áhugasamir hafi samband við Sigurlaugu Regínu í sigurlaug.regina@internet.is