Sunnudaginn næsta, 19. ágúst fer fram hið árlega stórmót Árbæjarsafns í skák.
Þetta skemmtilega mót sem fram fer í Kornhlöðunni inni á Árbæjarsafni hefur fyrir löngu fest sig í sessi sem afslappað og þægilegt sumarmót, tilvalið fyrir fjölskylduna.
Mótið hefst kl.14, en skráning er á mótsstað og hefst kl.13.30.
Tefldar eru 7 skákir með 7 mín. umhugsunartíma.
Þátttökugjöld eru 600 kr. fyrir 18 ára og eldri og ókeypis fyrir yngri en 18 ára.
Verðlaun eru: 10.000 kr., 7.000 kr. og 5.000 kr.
Skákstjóri er Ólafur S. Ásgrímsson, s.895-5860
Mótsstjóri er Dagný Guðmundsdóttir s.847-0946