1. Fjöltefli ofurstórmeistarans Mikhaylo Oleksienko
Miðvikudaginn 9. Október kl. 16.00 mun úkraínski ofurstórmeistarinn Mikhaylo Oleksienko (2608) tefla fjöltefli við nemendur Taflfélags Reykjavíkur í skákhöll Taflfélagsins. Oleksienko, sem teflir á Stórmeistarmóti félagsins 1. -8. október, er félagsmaður T.R. og hefur margsinnis keppt fyrir félagið á Íslandsmóti skákfélaga.
Með þessum viðburði vill félagið gefa ungum og upprennandi skákkrökkum tækifæri á að spreyta sig á taflborðinu gegn einni af aðalstjörnum félagsins. Áhugasamir geta skráð sig með því að senda tölvupóst á taflfelag@taflfelag.is , en einnig munum við kynna betur fjölteflið og taka við skráningum á félagsæfingum Taflfélagsins.
2. Reykjavik Chess Club – Tölvutek International Blitz 2013
Þrjár af erlendu stórstjörnum stórmeistaramóts Taflfélagsins, þeir Sergey Fedorchuk (2667), Mikhaylo Oleksienko (2608) og Helgi Dam Ziska (2485) munu tefla á fjögurra manna double round robin blitz móti kvöldið 9. október. Fjórði skákmaðurinn verður valinn með útsláttarkeppni sem haldin verður í aðdraganda eða meðan mótið stendur. Frekari upplýsingar um verðlaun, fyrirkomulag útsláttarkeppninnar, og tímasetningar munu birtast á næstu dögum.
- Stórmeistaramót Taflfélags Reykjavíkur