Stórmeistaramót T.R.: Stigahæstu leiða



Stigahæstu keppendur Stórmeistaramóts Taflfélags Reykjavíkur eru í forystu að loknum þremur umferðum.  Úkraínski stórmeistarinn Mikhailo Oleksienko er efstur með fullt hús en hann sigraði alþjóðlega meistarann Braga Þorfinnsson í annarri umferð og alþjóðlega meistarann Simon Bekker-Jensen í þriðju umferð sem fór fram í dag.

 

Samlandi Mikhailo, stórmeistarinn Sergey Fedorchuk er annar með 2,5 vinning en hann gerði stutt jafntefli við stórmeistarann Henrik Danielsen í annarri umferð.  Í þriðju umferðinni lagði hann svo Þorvarð Fannar Ólafsson örugglega.  Í þriðja sæti er alþjóðlegi meistarinn Guðmundur Kjartansson eftir góðan sigur á stórmeistaranum Henrik í þriðju umferðinni en Guðmundur vann alþjóðlega meistarann Arnar E. Gunnarsson í annarri umferð.

 

Fjórða umferð fer fram á morgun og hefst kl. 15.  Þá mætast Bragi og Bekker-Jensen, Henrik og Sigurbjörn Björnsson, Þorvarður og Guðmundur sem og Helgi Dam Ziska og Fedorchuk.  Oleksienko situr hinsvegar hjá þar sem Arnar hefur dregið sig út úr mótinu.

 

Áhorfendur eru velkomnir og er aðgangur ókeypis.  Þá er vert að benda á skemmtilegar skákskýringar á skákstað og góðar samantektir Ingvars Þórs Jóhannessonar á heimasíðu mótsins.

  • Chess-Results
  • Vefur mótsins
  • Myndir (ÁK)