SÞR#6: Hjörvar Steinn Grétarsson efstur



20190120_132544

Það gekk á ýmsu á taflborðunum í Faxafeni 12 er sjötta umferð Skákþings Reykjavíkur var tefld. Sigrar efstu manna voru ekki allir sannfærandi en það er ekki spurt að því þegar vinningar eru taldir. Að lokinni sjöttu umferð er Hjörvar Steinn Grétarsson (2560) einn efstur með 5,5 vinning. Í humátt á eftir stórmeistaranum koma Guðmundur Kjartansson (2424) og Sigurbjörn Björnsson (2296) með 5 vinninga.

Hjörvar Steinn Grétarsson (2560) vann mikilvægan sigur í toppbaráttunni er hann lagði Vigni Vatnar Stefánsson (2248) í hörkuskák. Æsingur umferðarinnar var á 2.borði þar sem Guðmundur Kjartansson (2424) vann Davíð Kjartansson (2403) í skák sem áhorfendur áttu erfitt með að

Stephan Briem (1987) hélt uppteknum hætti við að landa góðum úrslitum. Stephan var hársbreidd frá því að leggja Daða Ómarsson (2252) að velli en Daði nýtti sér mistök Stephans til að tryggja sér jafntefli. Stephan hefur 4,5 vinning og er enn taplaus í mótinu.

Af óvæntum úrslitum má nefna jafntefli Óskars Long Einarssonar (1743) við gamla brýnið Júlíus Friðjónsson (2159), jafntefli Arnar Milutin Heiðarssonar (1740) við Jóhann H. Ragnarsson (1984) og jafntefli hins unga Ingvars Wu Skarphéðinssonar (1247) við Þórð Guðmundsson (1548).

Staða efstu keppenda að lokinni 6.umferð:

SÞR#6_stada

Skákir fjögurra efstu borða eru í beinni útsendingu og því verður hægt að fylgjast með eftirfarandi viðureignum í 7.umferð:

SÞR#7

Nánari upplýsingar um einstök úrslit og stöðu mótsins má finna á Chess-Results.