Borgarskákmótið 2021 fór fram í Ráðhúsi Reykjavíkur 17. ágúst sl. Til leiks mættu 38 skákmenn sem tefldu fyrir 38 fyrirtæki og stofnanir sem styðja við bakið á félagsstarfi Taflfélagsins. Í upphafi hélt Alexandra Briem, forseti Borgarstjórnar, stutta tölu og sagði frá tengslum sínum við skákina en afi hennar var Magnús Pálsson, tvíburabróðir Sæma Rokk. Faðir hennar og bræður eru einnig liðtækir skákmenn og tefldi bróðir hennar Guðjón Heiðar í mótinu.
Verðlaunahafar og ásamt forseta Borgarstjórnar Alexöndru Briem. Alexandra Briem setur mótið og leikur fyrsta leikinn fyrir Elvar Örn Hjaltason gegn Helga Áss Grétarssyni.
Leikar fóru þannig að stórmeistarinn Helgi Áss Grétarsson sigraði með fullu húsi en hann tefldi fyrir Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar. Í öðru sæti varð annar stórmeistari Guðmundur Kjartansson með 6 vinn. af 7 en hann tefldi fyrir Suzuki-bíla. Fjórir skákmenn urðu jafnir í 3-6. sæti með 5 vinn. af 7 en það voru: Arnar Gunnarsson, tefldi fyrir Hreyfil, Örn Leó Jóhannsson, tefldi fyrir SJÓVÁ, Ingvar Þór Jóhannesson, tefldi fyrir Kaupfélag Skagfirðinga og Gunnar Erik Guðmundsson, sem tefldi fyrir Þorbjörn, Grindavík.
Lokastaðan var sem hér segir:
Röð | Fyrirtæki | Keppandi | Vinningar | |
---|---|---|---|---|
1. | Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar | Helgi Áss Grétarsson | 7 | |
2. | Suzuki-bílar | Guðmundur Kjartansson | 6 | |
3. | Hreyfill | Arnar Gunnarsson | 5 | |
4. | SJÓVÁ | Örn Leó Jóhannsson | 5 | |
5. | Kaupfélag Skagfirðinga | Ingvar Þór Jóhannesson | 5 | |
6. | Þorbjörn Grindavík | Gunnar Erik Guðmundsson | 5 | |
7. | Kvika eignastýring | Vignir Vatnar Stefánsson | 4½ | |
8. | MS - Mjólkursamsanlan | Gauti Páll Jónsson | 4½ | |
9. | Efling, stéttarfélag | Helgi Brynjarsson | 4½ | |
10. | Verkís verkfræðistofa | Ólagur B. Þórsson | 4½ | |
11. | Guðm. Arason smíðajárn | Ögmundur Kristinsson | 4 | |
12. | OLíS | Guðjón Heiðar Valgarðsson | 4 | |
13. | KRST lögmenn | Andri Áss Grétarsson | 4 | |
14. | Kvika banki hf. | Lenka Ptacniková | 4 | |
15. | Gæðabakstur | Guðni Stefán Pétursson | 4 | |
16. | Reykjavíkurborg | Adam Ómarsson | 4 | |
17. | Skáksamband Íslands | Sturla Þórðarson | 4 | |
18. | BYKO | Hjálmar Sigurvaldason | 4 | |
19. | Ís-spor | Kristján Dagur Jónsson | 3½ | |
20. | Hlölla bátar | Elvar Örn Hjaltason | 3½ | |
21. | Grillhúsið | Mikael Jóhann Karlsson | 3 | |
22. | HS Veitur | Kristján Örn Elíasson | 3 | |
23. | KFC - Kentucky fried chicken | Benedikt Baldursson | 3 | |
24. | Samhentir kassagerð | Helgi Hauksson | 3 | |
25. | Íslandsstofa | Benedikt Þórisson | 3 | |
26. | Góa sælgætisgerð | Aron Ellert Þorsteinsson | 3 | |
27. | TEMPRA | Birkir Hallmundarson | 3 | |
28. | Hlaðbær Colas | Sigurður Páll Guðnýjarson | 3 | |
29. | Linde gas | Jósen Ómarsson | 3 | |
30. | Verkalíðsfélagið Hlíf | Atli Antonsson | 2½ | |
31. | Ásbjörn Ólafsson heildverslun | Hörður Jónasson | 2½ | |
32. | HENSON | Karanadze Saba | 2 | |
33. | Landsbankinn | Óðinn Freyr Auðarson | 2 | |
34. | Hvalur | Ingi Þór Hafdísarson | 2 | |
35. | Faxaflóahafnir | Björgvin Kristbergsson | 2 | |
36. | Húsasmiðjan | Pétur Jóhannesson | 1½ | |
37. | Skóla- og frístundasvið Reykjavíkur | Iðunn Helgadóttir | 1 | |
38. | Kópavogsbær | Besa Cela | ½ | |
Taflfélagið þakkar öllum keppendum fyrir þátttökuna og fyrirtækjum fyrir stuðninginn.
Skákstjórar voru Ríkharður Sveinsson og Jon Olav Fivelstad.
Nánari úrslit má finna á chess-results.