Spenna hlaupin í Landsliðsflokk



Þau undur og stórmerki gerðust, að Hannes Hlífar Stefánsson, 8-faldur Íslandsmeistari, tapaði í 6. umferð Landsliðsflokks, en þetta er í fyrsta skipti frá 2002, að Hannes verður fyrir það miklu hnjaski að hann þarf að lúta í gras í þessu móti. 2002 var það Helgi Áss Grétarsson stórmeistari sem felldi kappann, en að þessu sinni varð vefstjóri T.R. þess valdandi.

En jæja, nóg hefur verið skrifað um þennan atburð og á vefstjóri frekar erfitt með að fjalla um hann nánar af skiljanlegum ástæðum, og vísar því á www.skak.is fyrir þá, sem vilja vita meira um úrslit 6. umferðar í Landsliðsflokki, úrslit í A-flokki kvenna og í 6. og 7. umferð Áskorendaflokks.