Sólon Siguringason (1283) sigraði á sjötta og síðasta móti Bikarsyrpu TR sem fram fór um líðandi helgi. Sólon hlaut 4,5 vinninga og sigldi hann sigrinum í höfn í lokaumerðinni með sigri á Ísaki Orra Karlssyni (1111) en fyrir umferðina voru þeir efstir og jafnir með 3,5 vinning.
Í öðru sæti með 4 vinninga var Árni Ólafsson (1155) en Ísak og Kristján Dagur Jónsson urðu jafnir í 3.-4. sæti með 3,5 vinning þar sem Ísak hlýtur 3. sætið eftir stigaútreikning.
Auk verðlauna fyrir lokamótið voru veitt verðlaun fyrir samanlagðan árangur í mótunum sex og var þar hlutskarpastur Jón Þór Lemery. Annar var Kristján Dagur Jónsson og þriðji Ísak Orri.
Spennandi og skemmtilegri Bikarsyrpu er því lokið í ár og verður þráðurinn tekinn aftur upp í haust og aldrei að vita nema fyrirkomulag mótanna breytist lítið eitt.
Hér að neðan má sjá úrslit allra mótanna í Bikarsyrpunni auk mynda frá mótunum.