Skólameistarar

Skákkeppni gagnfræðiskólanna

Reykjavíkurmót grunnskóla hét víst upphaflega Skákkeppni gagnfræðiskólanna og stóð yfir á árunum 1967-1974. Þá höfðu fleiri skólar þátttökurétt en þeir einir, sem lágu innan Reykjavíkurborgar.

Þarna komu saman margir þeir, sem áttu síðar eftir að skipa sér á bekk með sterkustu, eða athygliverðustu skákmönnum landsins, þó flestir skákmanna þessara hafi fljótlega hætt skákiðkun opinberlega. En til að gera langa upptalningu aðeins styttri, verður hér helst aðeins greint frá þeim, sem voru í sigurliðum og hafa síðar getið sér gott orð svið skákborðið.

Í sigurliði Kópavogsbúa 1967 var meðal annarra Helgi Jónatansson, síðar þekktur fyrir ötul bílstjórastörf. 1969 var Austurbæjarskólinn öflugur, með Magnús Ólafsson (síðar í T.h Nóa og ritstjóra NT – bróður Inga Þórs, sem var í Hvassaleitisskólaliðinu 1983) og Pál Þór Bergsson innanborðs, og síðast en ekki síst Torfa Stefánssyni, sem enn hefur ódrepandi skákáhuga, og Sigurður Sverrisson, sem enn teflir, þó briddsbakterían sé vafalaust sterkari.

Í Réttarholtsskólaliðinu 1970 voru margir kunnir kappar, þeirra þekktastir Sævar Bjarnason og Ögmundur Kristinsson, en einnig Jón Svavar Úlfljótsson, sem síðar varð frægur í TR fyrir að svara 3.Bb5 í spænskum leik með 3…Bb4. Það þótti mikið undur í þann tíma og varð Margeiri Péturssyni tilefni skemmtilegra frásagna.

Í sveit Hlíðaskóla 1971 tefldu m.a. Ásgeir Þór Árnason, eldri bróðir Jóns L., og einnig Sverrir Gestsson, sem teflt hefur í fjölda ára fyrir Austfirðinga. Árið eftir tefldi Hilmar S. Karlsson, síðar Íslandsmeistari í skák, fyrir Hagaskóla í yngri flokki. Ómar Jónsson og Siggi Dan tefldu þá fyrir Austurbæjarskólann í eldri deild.

En nú fóru skólarnir í námunda við T.R. að herða róðurinn og í sigursveit Álftamýrarskóla í yngri deild 1973 voru Þröstur Bergmann (Ingason), Þorsteinn Þorsteinsson (Stonestone), Hilmar Hansson, Friðrik Ólafsson T.S.ingur og Jón Halldórsson. Þá vann Hagaskólinn í eldri deild, með Hilmar Karlsson á 1. borði. Nú kom Ármúlaskóli sterkur inn, m.a. með Benedikt Jónasson, síðar golfara og varaformann T.R., í fararbroddi, en Álftamýrarskólinn 1974 tjaldaði svipaðri sveit og árið áður, nema hvað Kristján Már Unnarsson, síðar sjónvarpsmaður, var nú í liðinu.

En síðan kom til sögunnar fyrra gullaldarlið Hvassaleitisskóla, sem þá átti fjölmarga góða skákmenn, en þá voru í liðinu m.a. Jóhann Hermannsson, sem var afar efnilegur skákmaður í þá tíð, Björgvin Jónsson, Jóhannes Gísli Jónsson og e.t.v. sumir bræður hans, Þröstur Þórsson (unglingameistari Íslands 1980) og um tíma Brynjólfur bróðir hans, Arnór Björnsson, sem var þá afar efnilegur skákmaður og fleiri.

Reykjavíkurmót grunnskólasveita

Reykjavíkurmót grunnskóla er eitt af skemmtilegustu mótum, sem Taflfélag Reykjavíkur heldur ár hvert. Þar safnast jafnan saman efnilegustu skákmenn Reykjavíkur og etja kappi saman í liði.

Núverandi fyrirkomulag var tekið upp 1978, en áður hafði verið keppt í tveimur riðlum. Það ár sigraði Álftamýrarskóli, en í liðinu voru þá, ef rétt er munað, Jóhann Hjartarson, Árni Á. Árnason, Páll Þórhallsson, Lárus Jóhannesson og Gunnar Freyr Rúnarsson. Þessi hópur hafði yfirburði fyrstu árin. Æfingadeild K.H.Í. náði síðan að komast á blað 1981, og hafði m.a. innanborðs Hrafn Loftsson, Jóhannes Ágústsson, Jón Þór Bergþórsson og fleiri. Gott ef Eyjólfur sjálfur var ekki þarna líka. Annars finnst mér ég gleyma einhverjum sterkum skákmanni. Vinsamlegt látið vita!

En þá tók við tími Hvassaleitisskóla, sem hafði gjarnan verið krónprins mótsins, en á þessum árum var skák mjög vinsæl í skólanum, sem var næsti nágranni Taflfélags Reykjavíkur og lá stígurinn frægi frá skólanum beint að félagsheimili T.R. á Grensásveginum. Meðal keppenda Hvassaleitisskóla á þessum árum voru Jóhannes Gísli Jónsson, Þórssynir, Arnór heitinn Björnsson, þeir bræður Björn Sveinn og Tómas Björnssynir, Snorri G. Bergsson og síðar Þröstur Þórhallsson og Héðinn Steingrímsson. Fellaskóli, með Hannes Hlífar á fyrsta borði, tókst þó að sigra 1984, þrátt fyrir mun veikara lið á pappírnum.

Síðan tók við Breiðholtsævintýrið, fyrst með Seljaskóla, þar sem Þröstur Árnason og Sigurður Daði Sigfússon voru í fararbroddi, og margir aðrir sterkir skákmenn á neðri borðunum, en aðrir skólar í Breiðholtinu voru líka sterkir á þessum árum. 1990 sigraði Hagaskóli, með Héðin Steingrímsson í fararbroddi og 1991 Hólabrekkuskóli, með Magnús Örn Úlfarsson og fleiri sterka menn innanborðs.

En þá upphófst gósentíð Æfingaskólans, eins og skólinn hét nú. Í sveit skólans tefldu m.a. Arnar E. Gunnarsson, Páll A. Þórarinsson, Oddur og Davíð Ingimarssynir, Björn og Bragi Þorfinnssynir og fleiri sterkir unglingar. Þessi skóli sýndi fádæma yfirburði á skólamótinu næstu árin. Gósentíð nágrannaskóla Taflfélagsins lauk síðan með innkomu Réttarholtsskóla, sem hafði um tíma afar sterkt lið, meðal annars með Davíð Kjartansson og Guðna Stefán Pétursson innanborðs.

Jafnframt sigrum hér heima var það nánast fastur liður lengi vel, að Íslendingar sigruðu Norðurlandamót grunnskólasveita. Það þóttu jafnvel merkileg tíðindi í norrænu samstarfi, þegar strákarnir okkar unnu ekki. Litlu breytti, þó Danir færu að smala bestu unglingunum saman í sérstakan skóla í Hammershöj á Jótlandi, þar sem skák var mikilvægur hluti af námsefninu.

Og allt frá því á áttunda áratugnum var það Ólafur H. Ólafsson, sem var potturinn og pannan í þessum samskiptum. Hann var jafnan fararstjóri á Norðurlandamótunum, ásamt því að vera þjálfari og umsjónarmaður. Hann lagði einnig til ýmislegt úr eigin vasa, en t.d. muna margir eftir gosbirgðunum í ísskápnum á Rauðarárstígnum. Það var síðan Ólafur, sem barðist allra manna harðast gegn hugmyndum nokkurra áhrifamanna í Skáksambandinu um, að hætta eða draga verulega a.m.k. úr þátttöku Íslands í norrænu unglingasamstarfi.

En við aldarlok tóku vígi unglingaskákarinnar að færast í Vesturbæinn. Um tíma var Hagaskóli öflugur á þessum vettvangi, m.a. með Stefán Kristjánsson innanborðs, en engin sveit sýndu einokunartilburði á ákveðnu tímaskeiði, eins og áður var raunin. Með nýju árþúsundi var endurvakinn sá gamli siður, að tveir skólar hefðu hreina yfirburði, en á síðustu árum hafa Laugalækjaskóli og Rimaskóli barist um sigurinn í Reykjavíkurmóti grunnskóla. Laugalækjarskóli er núverandi (2007) Reykjavíkur-, Íslands- og Norðurlandameistari grunnskólasveita, en liðsmenn skáksveitar skólans eru allir félagar í T.R. Sveitin tók þátt í Evrópumóti grunnskólasveita, sem haldið var í Búlgaríu 2006, og missti rétt naumlega af sigurlaununum, og aftur 2007. Vonandi mun þessi nýjung festa sig í sessi.

SGB.

Fyrirkomulagi Reykjavíkurmóts grunnskólasveita breytt 2018. Mótinu skipt í 3 flokka; 1.-3., 4.-7. og 8.-10. bekkur.

Skólaskákmót Reykjavíkur (einstaklingskeppni – undanrásir fyrir landsmótið í skólaskák) var þrískipt árið 2024.

 1.-3.b1.-3.b
Stúlkur
4.-7.b4.-7.b
Stúlkur
8.-10.b8.-10.b
Stúlkur
2024Langholtsskóli & Rimaskóli Rimaskóli stúlknasveitRimaskóli Rimaskóli stúlknasveit LandakotsskóliRímaskóli stúlknasveit
2023Rimaskóli Rimaskóli stúlknasveitBreiðagerðisskóliRimaskóli stúlknasveit - A sveitLandakotsskóliRímaskóli stúlknasveit
2022Rimaskóli Rimaskóli stúlknasveitHáteigsskóliRimaskóli stúlknasveit - B sveitLandakotsskóli-
2021Rimaskóli Rimaskóli stúlknasveitRimaskóli stúlknasveitRimaskóli stúlknasveitLandakotsskóliLandakotsskóli stúlknasveit
2020Rimaskóli stúlknasveitRimaskóliRimaskóliRimaskóliÖlduselsskóli-
2019HáteigsskóliRimaskóliHáteigsskóliRimaskóliLaugalækjarskóli-
2018HáteigsskóliRimaskóliRimaskóliRimaskóliÖlduselsskóliRimaskóli
 Rvk.meistarar í skólaskák 1.-4. bekkurRvk.meistarar í skólaskák 5.-7. bekkurRvk.meistarar í skólaskák 8.-10. bekkur
2025
2024Funi Jónsson, Haukur Víðis Leósson, Pétur Úlfar ErnissonJósef OmarssonMarkús Orri Jóhannsson
2023Tristan Fannar JónssonJósef OmarssonIngvar Wu Skarphéðinsson
 Rvk.meistarar í skólaskák - eldriRvk.meistarar í skólaskák - yngriRvk.meistarar grunnskólasv. - opinn fl.Rvk.meistarar grunnskólasv. - stúlknafl.Íslandsm. frh.skóla
2023(Sjá nýja töflu ofar)(Sjá nýja töflu ofar)
2022
2021Féll niðurFéll niður
2020Féll niðurFéll niður
2019Óskar Víkingur DavíðssonStefán Orri Davíðsson
2018Alexander Oliver MaiStefán Orri Davíðsson(Sjá nýja töflu ofar)(Sjá nýja töflu ofar)
2017-Óskar Víkingur DavíðssonLaugalækjarskóliRimaskóli
2016Aron Þór MaiAlexander Oliver MaiLaugalækjarskóliRimaskóli
2015Gauti Páll JónssonÓskar Víkingur DavíðssonRimaskóliMelaskóli
2014Oliver Aron JóhannessonHeimir Páll RagnarssonRimaskóliRimaskóli
2013Oliver Aron JóhannessonMykael KravchukRimaskóliRimaskóli
2012Oliver Aron JóhannessonGauti Páll JónssonLaugalækjarskóliRimaskóli
2011Dagur RagnarssonOliver Aron JóhannessonRimaskóliRimaskóli
2010Örn Leó JóhannssonDagur RagnarssonLaugalækjarskóliEngjaskóli
2009Dagur Andri FriðgeirssonDagur KjartanssonRimaskóliEngjaskóli
2008Hallgerður Helga ÞorsteinsdóttirDagur Andri FriðgeirssonRimaskóli
2007Ingvar Ásbjörnsson LaugalækjarskóliMR
2006LaugalækjarskóliEngjaskóliMR
2005Daði ÓmarssonHjörvar Steinn Grétarsson
2004Guðmundur KjartanssonHjörvar Steinn GrétarssonLaugalækjarskóliMH
2003HagaskóliMA
2002Dagur ArngrímssonHelgi BrynjarssonHagaskóliMH
2001Dagur ArngrímssonGuðmundur KjartanssonMR
2000
1999Sigurður Páll SteindórssonGuðmundur KjartanssonSeljaskóli
1998Stefán KristjánssonDagur ArngrímssonRéttarholtsskóliMR
1997Bergsteinn EinarssonGuðjón Heiðar ValgarðssonHagaskóliMR
1996Sigurður Páll SteindórssonÆfingaskóli K.H.Í.MR
1995Bergsteinn EinarssonDavíð KjartanssonÆfingaskóli K.H.Í.MH
1994Arnar E. GunnarssonBragi ÞorfinnssonÆfingaskóli K.H.Í.MH
1993Helgi Áss GrétarssonJón Viktor GunnarssonÆfingaskóli K.H.Í.FB
1992Magnús Örn ÚlfarssonJón Viktor GunnarssonÆfingaskóli K.H.Í.MH
1991Helgi Áss GrétarssonJón Viktor GunnarssonHólabrekkuskóliSeljaskóliMH
1990Helgi Áss GrétarssonHagaskóliMH
1989Helgi Áss GrétarssonSeljaskóliMH
1988Hannes Hlífar StefánssonHelgi Áss GrétarssonSeljaskóliHvassaleitisskóliMA
1987Helgi Áss GrétarssonSeljaskóliMH
1986Seljaskóli
1985HvassaleitisskóliMH
1984FellaskóliMH
1983HvassaleitisskóliMH
1982HvassaleitisskóliMH
1981Æfingadeild K.H.ÍMR
1980ÁlftamýrarskóliMH
1979ÁlftamýrarskóliMH
1978ÁlftamýrarskóliMH
1977Hagask (eldri deild)/Hvassal.sk (yngri deild)MH
1976Laugalækjarsk (E)/Hvassal.sk (Y)MH
1975Ármúlask (E)/Hlíðask (Y)MH
1974Ármúlask (E)/Álftam.sk (Y)MH
1973Hagask (E)/Álftam.sk (Y)MH
1972Gfsk Austurb (E)/Hagask (Y)MH
1971Réttarh.sk (E)/Hlíðask (Y)MH
1970Réttarh.sk (E)/Langh.sk. (Y)
1969Gagnfræðaskóli Austurbæjar
1968Gagnfræðaskóli Kópavogs
1967Gagnfræðaskóli Kópavogs
1966Réttarholtsskóli
1965Gagnfræðaskóli Kópavogs