Skákþing Reykjavíkur – Skeljungsmótið hefst 6. janúar



Skeljungsmótið – Skákþing Reykjavíkur 2008 mun hefjast sunnudaginn 6. janúar 2008. Teflt verður, að venju, á sunnudögum kl. 14.00 og miðvikudögum og föstudögum kl. 19.30.

Teflt verður í einum flokki, opnum öllum skákmönnum.

Verðlaun verða:

1. sæti: 100.000
2. sæti:   60.000
3. sæti:   40.000

Þátttökugjöld verða (með fyrirvara): 3.000 krónur fyrir fullorðna / 1.500 kr. fyrir grunnskólabörn.

Sigurvegarinn hlýtur jafnframt nafnbótina Skákmeistari Reykjavíkur, sé hann búsettur í Reykjavík eða félagi í reykvísku taflfélagi.

Núverandi skákmeistari Reykjavíkur er Sigurbjörn J. Björnsson.

Mótið verður kynnt nánar þegar nær dregur. 

Jafnframt skal tilkynnt, að alþjóðlegt skákmót, sem stefnt var að í byrjun janúar, hefur verið frestað.